Þriðjudagur, 14. nóvember 2017
Kirkjan, siðferði og lög
Líkt og margar starfsstéttir búa prestar við siðareglur. Siðanefndir starfsstétta meta kærur og skrifa úrskurði sem ætlaðir eru til siðbótar. Öllum stéttum er hollt að búa að aðhaldi skráðra siðareglna.
Aftur vandast mál þegar álitaefni siðanefnda snúa að mögulegum lögbrotum. Lög landsins eru æðri faglegum siðareglum og þar gilda strangari reglur um málsmeðferð en hjá siðanefndum starfsstétta. Siðanefnd blaðamanna tók ákvörðun fyrir mörgum árum að fjalla ekki um mál sem jafnframt væru til meðferðar dómstóla.
Kirkjan virðist hafa ratað í mál sem áhöld eru um hvort eigi heima hjá siðaráði eða kalli á lögreglurannsókn. Í ljósi erfiðra mála sem mætt hafa á kirkjunni á liðnum árum kemur ókunnugum spánskt fyrir sjónir að verkferlar kirkjunnar skuli ekki vera skýrari en raun ber vitni.
Mögulegt trúnaðarbrot á kirkjuþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú þekki ég ekkert til þessara umdeildu mála; þannig að hér verður ekki dreginn upp hæstaréttardómur um þessi mál.
Ef að einhver karl-prestur kissir einhverja konu í sókninni bless; á kinnina;
að loknni einhverri samkomu.
(Eins og hefur eflaust tíðkast í öllum sveitum í gamla daga)
Er það kynferðisbrot sem að kallar á lögreglurannsókn?
Þessi mál hljóta alltaf að fara eftir því hversu vel fólk þekkist fyrir varðandi það hvort að kveðjukoss á kinnina sé við hæfi.
Nú á dögum er eflaust komin upp meiri fjarlægð á milli fólks; sérstaklega í borgar-umhverfi þá er allt svona flokkað sem kynferðisleg áreitni þó að það sé ekki illur vilji á bak við.
-------------------------------------------------------------------
Væntalega getur samfélagið dregið einhvern lærdóm af þessu án þess að það þurfi stinga neinum í steininn.
=Að engir kossar megi eiga sér stað á kirkjuvettvanginum?
Jón Þórhallsson, 14.11.2017 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.