Þingið ræður, ekki forsetinn

Þingræði var komið á hérlendis 40 árum áður en lýðveldið var stofnað. Þingræðið felur í sér að meirihluti þingsins ber ábyrgð á ríkisstjórn hverju sinni. 

Aðeins í undantekningatilvikum kemur til kasta forsetans. Ef alþingi mistekst að mynda meirihluta og viðvarandi stjórnarkreppa blasir við, talin í misserum fremur en mánuðum, ætti að beita forsetavaldi til að skipa utanþingsstjórn.

Forsetinn þjónar þjóðinni, lýðveldinu og lýðræðinu best þegar hann skiptir sér ekki af málum nema í neyð. Ekkert neyðarástand blasir við og því farsælast að forsetinn sinni táknrænum athöfnum en leyfi þingheimi að ráða fram úr sínum málum.


mbl.is Guðni stýrir meira en forverar hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það væri fróðlegt að vita hver stór % af þjóðinni myndi vilja FORSETAÞINGRÆÐI samkvæmt franska KOSNINGAKERFINU hér á landi;

þar sem að kosinn væri pólitískur forseti á Bessastaði sem að axlaði raunverulega ábyrgð á sinni þjóð.

Jón Þórhallsson, 14.11.2017 kl. 15:29

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.

Hárrétt hjá þér kæri Páll. Það er þingið sem ræður öllu um stjórnarmyndun. Forsetinn hefur ekkert um hana að segja í raun. Það kom vel í ljós við myndun allra ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Davíð bað forsetann ekki um neitt leyfi, ræddi við þá sem hann taldi eiga með sér samleið í ríkisstjórn. Náði um það samkomulagi við viðkomandi og tilkynnti síðan forsetanum, sem er umboðslaus samkvæmt stjórnskipunarlögum, um hinn nýja meirihluta og forseti skrifaði undir það plagg, í umboði forsætisráðherra í því tilfelli auðvitað því þangað er vald forseta framselt samkvæmt stjórnskipunarlögum og fer eftir málaflokkum hvaða rásðherra fer raunverulega með vald forseta hverju sinni.

Þessi forseti sem nú situr, er að reyna að koma sér í fjölmiðla og gera sig breiðan í því sem hann í raun hefur ekkert með að segja. Skrítnast er þó hvað þing og fjölmiðlar koma honum upp með þennan einkennilega leik. Allir þessir blaðamannafundir kosta sitt, og flestir þeirra undanfarið eru einungis sóun á fjármunum skattgreiðenda, og um ekki neitt virðast ekki þjóna neinum tilgangi, nema ef skyldi vera að koma andliti forsetans á síður eða skjái fjölmiðla.

Þá finnst mér að forsetinn ætti að finna þann sem sá um að láta hreinsa og strauja jakkaföt síðasta forseta og fá hann í lið með sér. Ófært er að hann komi fram eins og hann líti út eins og hann hafi sofið í viku í þeim jakkafötum sem hann er í hverju sinni. Það færi vel á því að forsetinn fyndi einnig stílistann sem síðasti forseti notaði við fataval sitt.

Það þarf að sýna embættinu fulla virðingu. Ýmiss fatnaður, sem hæfir morgungöngum/hlaupum forseta, er ekki við hæfi þegar koma skal fram og ræða málefni á fundum eða við fjölmiðla.

Það má síðasti forseti eiga, hann sýndi embættinu fulla virðingu hvað þetta varðar. Þá skal á það minnt að forseti skal sitja hægra megin aftur í forsetabifreiðinni þegar ekið er með hann í henni eins og alþjóðlegar aldagamlar prótokollsreglur segja til um, og ekki aka henni sjálfur. Sama á við um ráðherra, en það skortir verulega á að þeir sinni jafn einföldum hlutum og sjálfsögðum sem þessum.

Þá er með ólíkindum leti eða ófagmennska ráðherrabifreiðastjóranna. Þeir hreyfa ekki á sér óæðri endann þegar ráðherrann sest inn í eða fer út úr bifreiðinni. Vitaskuld eiga þeir að fara út og opna hurðina hvort sem ráðherrann er að koma eða fara og loka henni á eftir. viðkomandi ráðherra, sem og forseti Alþingis, á að sýna embætti sínu fulla virðiingu og sjá til þess að bifreiðastjórinn sinni þessum lágmarksskyldum sínum við æðstu ráðamenn þjóðarinnar. Þá skulu þeir sitja sjálfir hægra megin aftur í bifreiðinni og ekki aka henni sjálfir.Þá virðast of margir þessara bifreiðastjóra ekki klǽða sig að verðleikum vinnu sinnar og embættisskyldna. Það má halda að margir þeirra séu á leiðinni að moka út úr hesthúsinu eftir að hafa ekið ráðherranum. Slíkt er vitanlega til háborinnar skammar. Slíkt sýnir lítilsvirðingu slíkra við embætti sitt og ráðamanna þjóðarinnar sem þeir þjóna. Klæðnaður slíkra bifreiðastjóra er vitaskuld jakkaföt eða þaðan af meira eftir tilefni ferðarinnar ef við á.

.

.

Auk þess legg ég til að afnotagjöld ríkisútvarpsins verði afnumin og það sjái um að afla sér tekna sjálft á markaði, og bannað verði að lögum að það seilist í vasa skattgreiðenda til að greiða útgjöld sín. Það sníði sér stakk eftir þeim vexti sem er á markaði slíkra, eða loki að öðrum kosti sjái það sér ekki fært að reka sig á sama grunni og aðrir fjölmiðlar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.11.2017 kl. 16:15

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

"Predikari" á þá fólk ekki að fara að beigja sig og bugta fyrir panamaprinsunum þínum? Núna ertu kominn í sæng með vinstrinu, alla vega kominn upp í beddann, þá hlítur þú að ærast af gleði miðað við fyrri umsagnir, nema annað komi í ljós. En fjandi ertu gamaldags, hampa einhverjum prótokollsreglum, sennilega ættaðar frá kongafólki. Vaknaðu, það er 2017.

Jónas Ómar Snorrason, 14.11.2017 kl. 17:20

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JÓS

Þú ert frekar aumkunnarverður í þessum einkennilega pósti þínum og lýsir kannski í raun hvers vegna margt í þessu þjóðfélagi er orðið eins og raun ber vitni illu heilli.

Þú hefur lítt lesið reifun mína svo þér yrði til gagns eða nokkurs skilnings.

Ég á mér enga prinsa sem þú nefnir. Hafir þú lesið það sem ég skrifaði þá veistu að ég geri ekki greinarmun á hvers kyns einstaklingur það er sem gegnir viðkomandi embætti og er fjallað um. Það breytir mig engu hvort um er að ræða kommatitt, eins og þú líklega ert, eða íhaldsmann sem gegnir em-bættinu. Þeir skuli allir sýna því sóma og fulla virðingu. Það gerði síðasti forseti eins og ég skrifaði. Allir vita úr hvaða ranni hann er runninn, engar átti hann innistæðurnar í Panama eða annrs staðar svo vitað sé. Það hefði þó engu breytt í þessu efni.

Þér færi betur að lesa betur textann sem þú gagnrýnir í þótta þínum,  áður en þú kemur blaðskellandi í alvisku þinni á síður Páls.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.11.2017 kl. 17:29

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Forsetinn hefur ekkert formlegt vald varðandi stjórnarmyndun. En hann getur í krafti stöðu sinnar stýrt ferlinu upp að vissu marki og innan þess ramma sem aðstæður í stjórnmálunum bjóða upp á.

Ég er ekki endilega viss um að það sé rétt að forseti sinni einungis táknrænum athöfnum. Það getur verið gagnlegt að hann komi að málum á borð við stjórnarmyndun. Og ekki er síður mikilvægt að hann sé tilbúinn að stíga á neyðarhemilinn þegar þess gerist þörf.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.11.2017 kl. 20:53

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt þess vegna varð Guðni forseti; til að stíga á neyðarhemil þegar "englar alheimsins"þarfnast þess;skítt með gamla sjálfstæða Ísland. Ég efast ekki um að allur þorri landsmanna viti hverjir hafa okkur í bandi eins og í brúðuleikhúsi,klippum á þræðina og verjum ættaróðalið.

Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2017 kl. 22:51

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

"predikari" í krfti nafnleysis telur þú þig þess umkominn að ausa úr skálum reiði þinnar, en ert ekkert annað en nafnleysingi eftir sem áður, so sér up!

Jónas Ómar Snorrason, 14.11.2017 kl. 23:33

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JÓS

Ég er ekki nafnlaus. Brjóti ég á þér með fjölmæli, óhróðri eða hverju öðru sem saknæmt er að lögum, þá er ritstjórn blog.is með fullt nafn mitt og kennitölu og mun upplýsa löggæslu um mig ef þannig væri málum komið.

Svo er annað sem þú greinilega átt efitt með, það er að lesa þér til gagns, eins og þú sannar eina ferðina enn með síðasta gullmolanum þínum. 

Ljóst er öllum öðrum að ég er ekki að ausa úr skálum neinnar reiði, enda mjög rólegur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.11.2017 kl. 23:44

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

"Predikari" þú kemur fram nafnlaus, nenni ekki að ræða það, staðreynd. Sértu í jafnvægi og rólegur er ég himinlifandi. En þú hlítur að vera meira en það, ert kominn með Kötu upp á arminn, á leið til predikarans, svona uþb að sænga saman:)

Jónas Ómar Snorrason, 15.11.2017 kl. 00:12

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JÓS

Nafnlaus í venjulegum skilningi ekki, því öll deili eru vituð á mér hjá ritsjórunum hér, þó svo ég komi fram undir skáldanafni á síðum blog.is.

Veistu nafn Jóns Trausta til dæmis?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.11.2017 kl. 00:20

11 Smámynd: Baldinn

Jón Ómar, það þýðir ekkert að reyna samræður við þennan.  Hann er sjálfskipað gáfumenni og eins og margir aðrir sem kenna sig við trúnna að þá veit hann minna en lítið.  Eina sem er öruggt er að hann mun svara þér með hroka.

Baldinn, 15.11.2017 kl. 16:18

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Baldinn

Þökk fyrir, þú kemur með kennslubókaredæmi um .þótta og hroka. Aldrei bregst þú að fara ekki með himinskautum, heldur um lægsta samnefnarann.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.11.2017 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband