Veðrið breytist - engar fréttir þar

Veðurfar á jörðinni tekur breytingum. Um árið 1000 var hlýskeið. Norrænir menn byggðu Grænland og stunduðu kvikfjárrækt. Íslendingar bjuggu í stórum skálum og ornuðu sér við langelda.

Um 1300 tók að kólna. Byggð á Grænlandi lagðist af og Íslendingar gerðu óupphitaða baðstofu að helsta íverustað sínum innan veggja heimilisins. Kuldatímabilið varir fram á 19. öld og er kallað litla ísöld.

Fyrir fáeinum árum, rétt áðan á mælikvarða veðurfarsins, þóttust vísindamenn sjá merki um að mennskar athafnir, einkum notkun jarðefnaeldsneytis, ylli hlýnun. En þeir skiptu óðara um skoðun og kalla hlýnunina núna ,,breytingar" en halda fast við mennskar orsakir.

Nokkrir gamlingjar á sviði náttúruvísinda fóru yfir helstu álitamálin. Í eldri bloggfærslu:

Fred Singer er á tíræðisaldri og prófessor í umhverfisvísindum. Hann segir engar sannanir fyrir hlýnun af mannavöldum.

Norsk-ameríski nóbelsverðlaunahafinn Ivar Giaver segir loftslagsvísindin í höndum sértrúarmanna sem brjóti meginreglur vísindanna um að leita sannleikans. Ivar er 88 ára.

Carl-Otto Weiss er þýskur vísindamaður. Hann sýnir fram á að loftslagsbreytingar eru náttúrulegar sveiflur; ekki af mannavöldum. Carl-Otto er 76 ára.

Freeman Dyson prófessor í Princeton er með þrjá yfir nírætt. Leggjum ekki trúnað á reiknilíkönin um að jörðin verði óbyggileg er hans viðhorf. Þvert á móti er jörðin lífvænlegri en áður.

Með orðum loftslagsvísindamannsins Roy Spencer; veðrið breytist, með eða án tilverknaðar okkar.


mbl.is Loftslagsbreytingar munu versna frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

4. og 10.júlí s.l. setti ég á blogg mitt myndbönd með sérfræðingum á sviði veðurfars og loftslagsvísinda. Annað myndbandið var með John Coleman sem studdi mál sitt gildum rökum. Bæði þessi myndbönd hefur verið lokað á af youtube, þau hentuðu ekki pólitískum rétttrúnaði, en í báðum þessum myndböndum voru kenningar um hlýnun af mannavöldum gagnrýndar harðlega.

Pólitískir "vísindamenn" á borð við Al Gore, sem aldrei hefur lært nokkuð um loftslagsvísindi og heimselítan hafa sett fram kenningar um hnattræna hlýnun af manna völdum. Þetta er hreinn áróður settur fram í þeim tilgangi að stjórna því hvernig fólk hagar lífi sínu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.11.2017 kl. 14:23

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

 Dælingin á koltvísýringi út í andrúmsloftið er sem sagt algerlega áhrifalaus. 

Súrnun sjávar stafar sem sagt af náttúrulegum orsökum. 

Þegar jarðefnaeldsneytið gengur til þurrðar verður það sennilega líka af náttúrulegum orsökum og engin ástæða að gera neinar ráðstafanir? 

Ef litið er á línuritin yfir olíueyðsluna og koltvísýringsmoksturinn á nokkur þúsund ára skala sést að þessar línur vaða næstum beint upp í loftið og olíunotkunin mun síðan falla þannig niður, að línurit olíualdainnar mun líkjast risavöxnum spjótsoddi. Allt af náttúrulegum orsökum?

Ómar Ragnarsson, 14.11.2017 kl. 15:19

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hafi notkun jarðefnaeldsneytis áhrif á hlýnun andrúmsloftsins þá eru það brot úr gráðu á 100 ára tímabili. Sveiflur á hitastigi til hlýnunar eða kælingar hafa alltaf verið til staðar og eiga sér ávalt skýringar í náttúrunni s.s. virkni sólar svo eitthvað sé nefnt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.11.2017 kl. 15:32

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Talandi um súrnun sjávar þá furðar mig á áhugaleysi Sameinuðu þjóðanna á þeim vanda sem breiður af plasti og allskonar drasli sem flýtur á yfirborði sjávar eins og á Kyrrahafi þar sem flæmi þessa drasls þekur fleiri hundruð ferkílómetra. Væri það ekki við hæfi að SÞ skipulögðu hreinsun að svo miklu leiti sem það er hægt. Ég fullyrði að hægt væri að ná verulegum árangri í þeim efnum ef SÞ fengju ríki heims í lið með sér í þeim efnum. Ég hef hins vegar ekki heyrt um nein áform í þá veru.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.11.2017 kl. 15:42

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það hefur verið bæði kaldara og heitara á jörðinni en nú. Koltvísýringur hefur líka verið meiri en nú og sömuleiðis súrefni. 

Þar sem er of mikið af einhverju, þar er mengun.  Í umræðu um hitnun loftlags á jörðinni hefur verið mengun en einkum hefur hún komið frá  þeim sem vara við hlýnun . Mismunandi hitastig á jörðinni er samkvæmt sögunni eðlilegt.  Súrnun hafanna er annað mál sem þarf að skoða vel.    

Hrólfur Þ Hraundal, 14.11.2017 kl. 19:17

6 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Hvað með þá gífurlegu skógarelda sem hafa geysað bæði vestanhafs og austan á þessu ári. Hefur verið reiknað út hvað þeir eiga mikinn þátt í aukningu á CO2 á þessu ári? Ég er hræddur um að menn hrökkvi við að sjá þá útreikninga. Einhverjir þessara elda eru væntanlega af mannavöldum en alls ekki allir.  

Stefán Þ Ingólfsson, 15.11.2017 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband