Þriðjudagur, 14. nóvember 2017
Nýsköpun stjórnmálanna
Stjórnmálin lentu í kreppu eftir hrun. Einkenni kreppunnar birtust í sterkum sveiflum á fylgi, risi og falli vinstriflokka 2009 og 2013, annars vegar og hins vegar fjölgun þingflokka - þeir eru átta núna en voru 4 - 5 alla lýðveldissöguna.
Annað einkenni eftirhrunsstjórnmála er stórar allsherjarlausnir. Sumar mistókust, ESB-umsóknin og stjórnarskrárbyltingin, á meðan aðrar lukkuðust, skuldaleiðrétting heimilanna.
Þriðja einkennið er eineltis- og útlokunarhegðun í stjórnmálum. Smámál voru blásin upp í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum til að réttlæta einelti, bankareikningur eiginkonu eins forsætisráðherra og undirskrift föður annars.
Nýsköpun stjórnmálanna felst í því að gera þau um það bil eðlileg á ný.
Þungur hugur í mörgum þingmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bankareikningur eiginkonu forsætisráðherrans var ekki aðalmálið heldur leyndarhyggjan og afneitunin.
Ómar Ragnarsson, 14.11.2017 kl. 07:35
Ómar Ragnarsson er ekki hættur og heldur ótrauður áfram eineltistilburðum og makar óþvera á pólitíska andstæðinga.
VG liðarnir sem eru harðastir í andstöðunni við að vinna með sjálfstæðismönnum eru þeir sem eru svo innilega einfaldir að trúa sjálfur lyginni. Það eru tveir í þingflokki VG 2/11 en kjósendahópurinn er með miklu hærra hlutfall af þessu fólki örugglega helmingnum 1/2 . Hvernig á Katrín að geta sagt þessu fólki eftir allar upphrópainnranr að þetta hafi verið lygi og þess vegna er í lagi að vinna með Sjálfstæðismönnum.
Guðmundur Jónsson, 14.11.2017 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.