Laugardagur, 11. nóvember 2017
Viðreisn verður vinstriflokkur
Viðreisn tilkynnti á sameiginlegum fundi með Samfylkingu og Pírötum að flokkurinn væri orðinn hluti af bandalagi vinstriflokka.
Viðreisn er þar með vinstrivalkostur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks.
Kortéri fyrir kosningar skipti Viðreisn um formann; kortéri eftir kosningar er flokkurinn orðinn vinstriflokkur. Kjósendur Viðreisnar hljóta að bíða spenntir eftir næsta pólitíska heljarstökki smáflokksins.
Þrír flokkar stilltu saman strengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loksins er kúlulánadrottningin komin heim og kominn tími til.
Viðreisn á að fullkomna þetta og leggja flokkinn niður og ganga í Samfylkinguna.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 11.11.2017 kl. 16:38
Nöturleg flokksómynd, þessi Viðreisn. Út og suður og upp og niður, allt eftir því hvernig vindar blása. Fýlupúskir tækifæris og fullveldisafsalssinnar, sem hvergi er vært, nema í þessu flokksskrípi.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.11.2017 kl. 17:37
Þar fór Viðreisnin - en kjósendur flokksins hafa þó alltaf Samfylkinguna til þess að halla sér að.
Kolbrún Hilmars, 11.11.2017 kl. 17:56
Slagorð flokksins fyrir kosningar var vinstri velferð hægri hagstjórn - það eru varla nýjar fréttir að flokkurinn geti hugsað sér að vinna frá miðju og til vinstri?
Jón Bjarni, 11.11.2017 kl. 20:04
Gigg; gamlar fréttir með nýjum áherslum; þau urðu eitt.
Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2017 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.