Vinstristjórn veit á ófrið - tvær skýringar

Öfgakennd stefnuskrá Samfylkingar og Pírata, t.d. um ESB-kosningar og atlögu að stjórnarskránni, myndi leiða til átaka í samfélaginu ef þessir flokkar kæmust í ríkisstjórn. Viðreisn myndi ekki lægja ófriðarbálið heldur auka það.

Sameiginlegt þessum þrem flokkum er að þeir boða þá stefnu að Ísland virki ekki, að gera þurfi róttæka breytingar á stjórnskipun okkar og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Greiningin er röng í grundvallaratriðum.

Í öllum aðalatriðum virkar Ísland. Á alþjóðlega mælikvarða um hagsæld og velferð, jafnrétti og öryggi, er Ísland í úrvalsflokki.

Seinni ástæðan fyrir ófriði sem fylgdi vinstristjórn nefnir Björn Valur, fyrrum varaformaður Vinstri grænna, er félagslegur veikleiki flokka eins og Pírata og Viðreisnar. Flokkarnir eru ,,lítið annað en hylkið utan um forystufólkið sem gerir þá afar brothætta í samstarfi."

Björt framtíð var slíkur flokkur. Á næturfundi forystu flokksins var síðasta ríkisstjórn sprengd. Morguninn eftir tilkynnti annar smáflokkur án baklands, Viðreisn, sömu fyrirætlan - að sprengja ríkisstjórnarsamstarf í óðagoti.

Öfgakennd stefnuskrá Samfylkingar og flokksstarf Viðreisnar og Pírata, sem er lítið meira en spjallþráður á samfélagsmiðli, gerir vinstristjórn að versta mögulega kosti þjóðarinnar.


mbl.is Hinn kosturinn „ríkisstjórn samfélagslegra átaka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband