Hvað er Rauði krossinn að flytja inn í landið?

Rauði krossinn fær fjármuni frá ríkinu til að aðstoða fólk í vanda á fjarlægum slóðum. Rauði krossinn fær einnig fjármuni og heimild frá yfirvöldum að skjóta skjólshúsi yfir framandi fólk í neyð og bjóða þeim heimili á Íslandi.

Augljóst er af dómi héraðsdóms í málefnum tiltekinnar fjölskyldu að Rauði krossinn hefur algerlega brugðist þegar þessi fjölskylda fékk landvist. Brotið er tvíþætt. Í fyrsta lagi að ganga ekki úr skugga um að fjölskyldan væri tæk í íslenska menningu. Í öðru lagi að fylgja fjölskyldunni ekki eftir til að hún myndi aðlagast íslenskum siðum og háttum.

Í ljósi dómsins verður að krefja Rauða krossinn svara um hvaða ráðstafanir stofnunin hyggst gera til að mál af þessu tagi endurtaki sig ekki.


mbl.is Faðir dæmdur fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Er Rauði Krossinn á sama kaliber og Barnavernd Reykjavíkur?

Hrossabrestur, 10.11.2017 kl. 21:54

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Brot Rauða krossins er fyrst og fremst að telja að það leysi vanda íbúa í vanþróuðum menningarheimum, að flytja þá inn í þróuð lönd.

Þannig töfralausn leysir ekki vanda þeirra og gerir þá vanþróuðu ekki þróaða allt í einu. Ekki frekar en að belja breytist í hest við að vera leidd inn í hesthús.

Fyrir utan það, að það hleypir þjóðfélögum þróaðra þjóða í uppnám, að flytja inn þangað tugir/hundruð þúsunda af íbúum sem eru enn staddir á 14. öld.

Þessu fólki verður að hjálpa á staðnum, ef það er tilbúið að taka við hjálpinni. Að telja að vandinn felist í rangri landfræðilegri staðsetningu fólksins, er hreinn og klár fávitaskapur.

Ef það er hægt að ausa milljörðum í aðlögun 14. aldar lýðs sem aldrei tekst, hlýtur að vera hægt að setja einhverja milljarða í alvöru þróunaraðstoð í viðkomandi löndum.

Einungis þarf að gæta þess að fjármunirnir lendi ekki í krumlunum á spilltum einræðisherrum eða siðblindingjum. Eða hjá Rauða krossinum. Það bákn á enn eftir að útskýra hvað varð um milljarða dollara sem gefnir voru vegna jarðskjálftanna á Haítí hér um árið. Einungis örfá hús voru byggð.

Theódór Norðkvist, 10.11.2017 kl. 22:07

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er svona framferði sumsé eitthvað sem enginn Íslendingur hefur nokkru sinni stundað? Er það einvörðungu bundið við hið hroðalega fólk, útlendinga?

Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2017 kl. 22:12

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rauðikrossinn ætti að huga betur að skjólstæðingum sínum. Ekki bara tryggja landvist sem flestra.

Það nóg af þessum perrum fyrir á landinu.

Ragnhildur Kolka, 10.11.2017 kl. 22:15

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þorsteinn..

Ef svona framferði er stundað af Íslendingum, réttlætir

það þá að flytja inn útlendinga til að stunda slíkt hið sama.??

Tek undir með Ragnhildi Kolku.

Rauði Krossinn er að verða rauði krossinn á þessu

öllu saman.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.11.2017 kl. 00:44

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara af því að ég kynnti mér það. Þá er rétt að leiðrétta. Rauðikrossinn skaffar ekki húsnæði fyrir hælisleitendur heldur eru það sveitarfélögin Reykjanesbær, Hafnafjörður og Reykjavik sem hafa gert samninga við Ríkið um húsnæði og þjónustu við þetta fólk. Rauðikrossinn er svo með samning um að tryggja þessu fólki lögbundna þjónustu eins og lögfræðiiþjónustu og fleira.  Finnst að menn verði að kynna sér málin áður enn þeir henda svona á bloggið. Annars er hægt að sjá þetta samninga um þessi mál hér. https://www.utl.is/index.php/um-utlendingastofnun/samstarfssamningar

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.11.2017 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband