Vinstrimenn, málamiðlanir og byltingin

Vinstrimenn reyna núna margir hverjir að koma í veg fyrir að Vinstri grænir myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það er ekki spurt um málefni heldur alið á andúð og tortryggni.

Í fortíðinni voru vinstriflokkar marxískir byltingarflokkar, jafnvel Alþýðuflokkurinn á árdögum sínum fyrir hundrað árum. Byltingarhugsjónin er annað-hvort-eða-stjórnmál, leyfir ekki málamiðlanir.

Á síðustu árum og áratugum eru vinstriflokkarnir í reynd orðnir kerfisflokkar. Þeir stefna ekki að byltingu. Það sást best í tíð einu hreinu vinstristjórnar lýðveldissögunnar, Jóhönnustjórninni 2009-2013.

Í efnahagsmálum, sem eru ær og kýr sígildra marxista, gerði Jóhönnustjórnin nákvæmlega ekki neitt til að breyta ríkjandi skipulagi. Frá og með kjörtímabilinu 2009-2013 viðurkenna vinstrimenn að ríkjandi samfélagsskipun sé sú besta sem völ er á - svona í meginatriðum.

Róttækni Jóhönnustjórnarinnar birtist í tveim málum, nátengdum: ESB-umsókninni og stjórnarskrármálinu. Í báðum tilvikum var stjórnin gerð afturreka. Það var ekki nægilegt fylgi í samfélaginu fyrir ESB-stjórnarskrá.

Lýðræðisstjórnmál byggja á málamiðlunum. Ef til verður ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks verður það merkisatburður í sögu lýðveldisins. Ekki síðan í nýsköpunarstjórninni 1944-1947 hafa sjálfstæðismenn og sósíalistar, forverar Vinstri grænna, starfað saman í ríkisstjórn.

Nýsköpunarstjórnin er fyrsta þingstjórn lýðveldisins. Stjórnin lagði grunninn að íslenska velferðarkerfinu með blönduðu hagkerfi, almannatryggingum og menntun fyrir alla.

Ný ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum innanborðs sýndi að stjórnmálamenning okkar sé komin til þroska. Í nafni lýðræðislegra málamiðlana geta flokkar yst á hvorum væng stjórnmálanna náð samkomulagi til heilla fyrir land og þjóð. Það yrði sigur lýðræðis yfir andúð og tortryggni.


mbl.is Óformlegum viðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki er Steingrímur Jóhann óskaráðherra okkar venjulegra Sjálfstæðismanna

Halldór Jónsson, 10.11.2017 kl. 12:35

2 Smámynd: Aztec

Mér lízt ekkert á að hafa Steingrímu sem forsætisráðherra. En ef af því verður, þá munu Bjarni og félagar hans fá fjármála-, utanríkis-, atvinnuvega- og dómsmálaráðuneytin. En er Framsókn treystandi fyrir afgangnum?

Aztec, 10.11.2017 kl. 13:19

3 Smámynd: Aztec

Eða ætti ég frekar að kalla hana Steingrímínu?

En það er rétt hjá Halldóri að það má ekki hleypa SJS inn fyrir dyr í neinu ráðuneyti. En ef það er óhjákvæmilegt, þá er hægt að búa til nýtt, hættulaust ráðuneyti fyrir hann. T.d. ráðuneyti fyrir málefni Kolbeinseyinga.

Aztec, 10.11.2017 kl. 13:31

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það lifir í gömlum glæðum reiðinnar Aztek út í Steingrím en maður gleymir honum þegar Katrín er alltaf í forsvari og nú vilja svo margir að hún verði forsæta. Miðju flokkarnir virðast bannfærðir meðan ESB-flokkarnir öskra hæst,þð eru aðeins örfáar en afar erfiðar gloppur eftir í hindrunarhlaupi þeirra til Brussel m.a. Stjórnarskráin og fólkið,sem er óðum að ná áttum eftir hrun og er vel sjáanlegt í úrslitum kosninganna.-

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2017 kl. 15:29

5 Smámynd: Aztec

Já, þjóðin er landráða- og jihadistaflokkunum (C-P-S-V) erfiður ljár í þúfu. Þeir þyrftu svo sannarlega að fara að svipast um eftir nýrri þjóð.

Aztec, 10.11.2017 kl. 16:41

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Já, þjóðin er landráða- og jihadistaflokkunum (C-P-S-V) erfiður ljár í þúfu. Þeir þyrftu svo sannarlega að fara að svipast um eftir nýrri þjóð.""

Eru þau ekki búinn að finna hana með því að opna landið fyrir flóttamönnum ? 

Guðmundur Jónsson, 10.11.2017 kl. 17:47

7 Smámynd: Aztec

Jú, Guðmundur, það er einmitt markmið þeirra. Það er það sem gerðist í Danmörku á níunda og tíunda áratugnum. Þá var hægri-miðju landráðaflokkur sem hafði misst svo mikið fylgi gegnum árin, því að upprunalegu kjósendurnir flokksins í byrjun 20. aldarinnar (hjáleigubændur) voru ekki lengur að kjósa flokkinn eða voru ekki lengur til, sem lét opna landamærin og gefa hundruðum þúsunda múslímskum hælisleitendum forréttindi (Socialloven 1983). Svo þegar þeir smám saman fengu danskan ríkisborgararétt, hvaða flokk ætli þeir hafi aðallega kosið?

Þannig að frá því að vera deyjandi flokkur varð de Radikale Venstre flokkur sem fær alltaf nógu mörg atkvæði til að vera áfram í Folketinget, þótt næstum engir Danir kjósi flokkinn. Hins vegar dreifast þessi atkvæði líka á vinstriflokkana. Hins vegar eru viðhorf dönsku flokkanna til ESB ekki háðir því hvort þeir seu til vinstri eða hægri. Ekki frekar en á Íslandi, þótt segja megi að ESB sé réttmætur arftaki Sovétríkjanna sem sósíalísk tilraunastarfsemi, þar sem lýðræði er ekki til og málfrelsi á undir högg að sækja. Formlega er búið að afnema málfreisi í Þýzkalandi, enda liggur fangelsisrefsing við því að móðga foringjann í Berlín.

Vonandi stendur Útlendingastofnun í lappirnar varðandi þá hælisleitendur sem ekki eru flóttamenn (ca. 100%). Það segir sína sögu að þeir sem fá hæli fá það yfirleitt af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum ótengt meintri flóttamennsku.

Svo þarf líka að loka fyrir kvóta"flóttamenn" sem valdir eru af SÞ, sem eru mjög hlutdræg samtök. Það ætti frekar að vera íslenzk sendinefnd sem velur þá sem eru ofsóttir.

- Pétur D.

Aztec, 11.11.2017 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband