Vinstri grænir fái frest vegna samfélagsmiðla

Vinstri grænir láta þau boð út ganga að ekkert liggi á að mynda ríkisstjórn. Þeir eru minnugir eineltisins á samfélagsmiðlum í fyrra þegar Björt framtíð fékk yfir sig gusurnar fyrir að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki.

Vinstri grænir eru í eftirfarandi valþröng. Í fyrsta lagi geta þeir myndað veika 4-5 flokka ríkisstjórn þar sem Framsóknarflokkurinn yrði með forsætisráðuneytið. Í öðru lagi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn/Miðflokknum. Þar er gæti Katrín orðið forsætisráðherra. Umræðan á samfélagsmiðlum yrði hávær, einkum frá bloggher Samfylkingar og Pírata. 

Þriðji kosturinn er að sitja á friðarstóli í stjórnarandstöðu og vísa frá sér allri ábyrgð á landsstjórninni. Sá friður gæti orðið dýrkeyptur til lengri tíma litið. Vinstri grænir færu í sama flokk og Píratar, óstjórntækir.

Sjálfsagt er að veita Vinstri grænum langan frest. Liggur nokkuð á að mynda stjórn fyrir jól?


mbl.is Þreifingar við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heimir Hallgrimsson landsliðsþjálfari færi létt með þetta,ekkert tiltökumál að  reyna það,þótt vald hans nái ekki til að skipa i ríksstjórn, á hann er hlustað.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2017 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband