Stjórnmál: glataður lærdómur frá 1947

Nýsköpunarstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar sprakk fyrir 70 árum, 1947. Samfylking hét reyndar Alþýðuflokkur þá og Sósíalistaflokkurinn er forveri Vg.

Í 70 ár hefur ekki verið mynduð ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og sósíalistum. Nú má spyrja: höfum við ekkert lært?

Víst höfum við eitthvað lært. Til dæmis sjálfsagða hluti eins og að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir eru andstæðir pólar.

Annað fór framhjá okkur. Pólskiptingin stafaði ekki síst af utanríkismálum, afstöðunni til Nató og varnarliðsins. Það ágreiningsefni gufaði upp að mestu 2006 þegar herinn fór úr landi.

Vinstri grænir eru ekki sósíalistar nema að nafninu til. Þeir stóðu ekki fyrir þjóðnýtingu 2009-2013 þegar færi gafst í tíð Jóhönnustjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkur einkavæðir ekki allt til andskotans þótt hann sé í stjórn.

Lærdómurinn sem við eigum enn eftir að tileinka okkur er að Samfylkingin er komin í hlutverk Sósíalistaflokksins 1947 en Vinstri grænir eru hófstillta vinstrið. Þetta blasir við ef maður kíkir undir vélarhlíf stjórnmálanna.


mbl.is Katrín hitti Sigmund Davíð í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband