Miðvikudagur, 8. nóvember 2017
Valdataka kverúlanta í KÍ
Ragnar Þór Pétursson var frambjóðandi kverúlantahóps sem lamaði kjarabaráttu grunnskólakennara og stendur fyrir stöðugum skæruhernaði gagnvart forystu framhaldsskólakennara.
Kverúlantahópurinn sá til þess að kjarasamningar grunnskólakennara voru ítrekað felldir. Deildin innan framhaldsskólakennara dundar sér ár og síð við að rægja forystuna með endalausum samsæriskenningum á Facebook.
Í tilefni af valdatökunni skrifar Ragnar Þór: ,, Svik, rógur og þvinganir eiga hvergi heima í samskiptum." En það er einmitt aðferðafræði sem hann og félagar hans nota.
Í pistli til að réttlæta framboð sitt skrifar Ragnar Þór:
Ég skal alveg viðurkenna að ég hef mjög sterklega á tilfinningunni að ég sé ekki í kosningabaráttu gegn tveimur einstaklingum heldur kerfi.
og
Að þessu leyti grunar mig að ójafnt sé komið á með frambjóðendum. Bæði Ólafur og Guðríður geta kjósi þau það sinnt kosningabaráttu sinni á vinnutíma og jafnvel gert sér upp erindi út í skólanna eða til sendinga á trúnaðarpóstlista kennaranna. Þau geta jafnvel látið undirmenn sína í Kennarahúsinu semja fyrir sig ræður og greinar, eða bóka viðtöl í fjölmiðlum, á meðan þau sinna öðru.
Ragnar Þór sér sig sem riddara réttlætisins gagnvart spilltu kerfi og sakar aðra frambjóðendur um undirferli.
Valdataka kverúlantahópsins með Ragnar Þór í fararbroddi er stórslys sem mun skaða málstað kennara.
Vill þróa skólakerfi 21. aldarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.