Þriðjudagur, 7. nóvember 2017
Tjáningarfrelsið of rúmt vegna samfélagsmiðla
Flestir sektardómar Mannréttindadómstóls Evrópu gagnvart íslenska ríkinu í meiðyrðamálum ganga út að tjáningarfrelsið sé of takmarkað. Dómur í máli Egils Einarssonar gengur í öfuga átt. Dæmt er að íslenska ríkið veitti Agli ekki næga vernd þegar vegið var að æru hans og mannorði.
Almenna reglan er að gildisdómar skuli refsilausir en ásakanir um lögbrot ekki. Þannig má segja einhvern asna en ekki skattsvikara. Í tilfelli Egils var orðið nauðgari notað um hann.
Samfélagsmiðlar veita hverjum sem er möguleika að tjá sig um hvað sem vera skal. Ólíkt fjölmiðlum búa samfélagsmiðlar ekki að neinum taumhaldsreglum, skráðum eða óskráðum. Af því leiðir fer sumt út í umræðuna sem betur væri ósagt.
Hárrétt lögfræðileg niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.