Vinstri grænir og Framsókn eru aðal, hinir til uppfyllingar

Eftir kosningarnar 2016 var Framsóknarflokkurinn útilokaður af hálfu vinstriflokkana sem samstarfsaðili. Vinstriflokkarnir temja sér eineltisvinnubrögð af þessu tagi.

Ef kosningarnar fyrir þrem vikum þótti Sigurði Inga formanni Framsóknar brýnt að sýna að flokkurinn væri kominn inn úr kuldanum. Vonlausu viðræðurnar þjónuðu pólitískum hagsmunum af hálfu Framsóknar enda þótt aldrei hafi staðið til að mynda stjórn.

Katrín Jakobsdóttir og Vinstri grænir fóru í viðræðurnar vegna þeirrar kvaðar sem liggur á flokknum að vinna til vinstri. Sú kvöð var ráðandi fyrir ári þegar Vinstri grænir höfnuðu tveggja flokka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Vinstri grænir og Framsókn voru aðalflokkarnir í lotunni sem lauk í dag. Samfylking og Píratar eru uppfyllingarefni.

Seinna í dag eða á morgun kemur í ljós hvaða vinna fór hljótt samhliða viðræðum vinstriflokkanna og Framsóknar.


mbl.is „Mikil vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

það skína vonbrigði úr augum Katrínar...

á að  verða ekki Forsætisráðherra....

Birgir Örn Guðjónsson, 6.11.2017 kl. 14:50

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og líka er það altalað að ef henni tekst ekki að mynda ríkisstjórn núna, sé pólitískur ferill hennar búinn.

Jóhann Elíasson, 6.11.2017 kl. 14:57

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lúðvík Jósepssyni 1978, Svavari Gestssyni 1979 og 1987 fengu stjórnarmyndunarumboð og gáfust upp. Pólitískur ferill þeirra var samt ekki búinn. 

Ómar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 15:50

4 Smámynd: rhansen

Hef sagt og segi enn Katrin Jakobs er ekki politikus . I besta falli sæmilegur  stjornmálmaður / kona  ,svo það er engin eftirsja þó hennar dögumm fækki 

rhansen, 6.11.2017 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband