Mánudagur, 6. nóvember 2017
Lúther, Lenín og byltingar sem heppnast
Hálft árţúsund er frá mótmćlum ţýska munksins Marteins Lúther og 100 ár frá rússnesku byltingunni ţar sem Lenín var forgrunni.
Munkurinn Marteinn ćtlađi ekki ađ bylta kaţólsku kirkjunni. Yrđingarnar 95 sem hann gerđi heyrinkunnar voru siđbót. Lenín á hinn bóginn ćtlađi ađ bylta kapítalísku samfélagi.
Siđbót Lúthers lauk međ klofningi kirkjunnar. Norđur-Evrópa fékk trúarsetningar sem rímuđu betur en kaţólska viđ međvitund vaxandi borgarastétt. Nýöld er saga evrópskrar borgarastéttar, sem lagđi undir sig heimsálfur, stokkađi upp atvinnuhćtti miđalda og skóp megindrćtti nútímans.
Verkalýđsstétt Leníns, og hins ţýska Marx, skyldi sigra í hólmgöngu stéttabaráttunnar og verđa ráđandi afl í mótun sögunnar. Í kennisetningum marxisma er sumt huggulega norrćnt og eftir ţví saklaust; sérhver skal vinna eftir getu og fá umbun eftir ţörfum.
Ţjóđverjar eru stoltir af arfleifđ Lúthers. Rússar hálfskammast sín fyrir Lenín. Lúterska byltingin lukkađist en ekki sú rússneska.
Munurinn liggur í ţeirri stađreynd ađ Lúther bylti í ţágu guđs en ekki manna. Bylting Leníns var verk guđlausra manna.
Mađurinn er vanţakklát skepna, syndugur í kristnu orđfćri. Trúarbrögđ kenna betrun mannsins. Markmiđiđ er hlutdeild í fullkomleika. Lúther var ţjálfađur til ađ túlka vanmátt mannsins gagnvart ćđri máttarvöldum. Lenín trúđi nýaldarhroka um flekklausa menn í fullkomnu samfélagi. Rússneska byltingin hlaut ađ enda illa.
Athugasemdir
Ţetta er býsna vel mćlt hjá ţér. Hinn stóri misskilningur kommúnista var ađ gera ráđ fyrir ađ allir menn séu syndlausir. Vandi skefjalauss kaptítalisma er ađ hluta hliđstćđur marxismanum, felst í barnalegri ofurtrú á flekkleysi allra manna, ađ hinn galopni og óhefti markađur leysi öll vandamál af sjálfu sér og "leiđrétti sig ćvinlega sjálfur" í hvívetna.
Ómar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 12:55
Jú, líklega er ţađ rétt hjá ţér, Ómar, markađurinn og marxismi eru nánast tvćr hliđar á sama peningi ađ ţessu leyti.
Páll Vilhjálmsson, 6.11.2017 kl. 13:26
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.