Fimmtudagur, 2. nóvember 2017
Lygafréttir og falsfréttir, ekki sami hluturinn
Lygafréttir eru skáldskapur frá rótum, t.d.Elvis lifir og marsbúar ræna fegurðardís. Falsfréttir, einkum þær haganlega sömdu, geyma sannleikskorn.
Frétt með fyrirsögninni ,,Íslenskir vinstrimenn áberandi í Panamaskjölum" væri þannig falsfrétt þótt a.m.k. tveir þekktir vinstrimenn séu beintengdir aflandsreikningum, þ.e. eiginmaður fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrum gjaldkeri Samfylkingar.
Að sama skapi eru fréttir og umræðupistlar um ,,Panamaprinsa" falsfréttir. Engu að síður stendur yfir raðfréttaflutningur miðla eins og RÚV, Stundarinnar og Kjarnans (þar sem Vilhjálmur er hluthafi) sem tengir tvo íslenska stjórnmálamenn við Panamaskjöl/aflandsreikninga/skattaundanskot.
Falsfréttir birtast okkur reglulega sem fréttir.
Lygafréttir er orð ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.