Falsfréttir í vísindum

Vísindamenn eru metnir af orðspori. Vísindagreinar í ritrýndum tímaritum búa til orðsporið að mestu leyti. Vísindamenn, sem hvorki eru betri né verri en fólk flest, falla stundum í freistni og afflytja - falsa - niðurstöður rannsókna til að fá birtar greinar og bæta orðsporið.

Önnur leið er einnig fær vísindamönnum að falsa orðsporið. New York Times segir frá mörg hundruð falstímaritum sem bjóðast til að birta vísindagreinar gegn greiðslu án þess að leggja mat á gæði þeirra.

Í heimi vísinda og fræða er til orðskviðan ,,publish or perish", birtu eða láttu þig hverfa. Orðtakið vísar til þess hve vísindamenn eiga mikið undir að fá rannsóknir birtar. Þegar hægt er að kaupa birtingu á vafasömu efni og það talið vísindalegt framlag er hætt við að orðspor vísindamanna verði minna virði en áður.

Vísindamenn eru á sömu leið og fjölmiðlar, falsfréttir draga úr trúverðugleika þeirra.


mbl.is Sekir um vísindalegt misferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband