3 mælikvarðar á nýja ríkisstjórn

Valdahlutföll á alþingi er hægt að mæla í þingstyrk. Átta flokkar eru á þingi og skipta þeir með sér 63 þingsætum. Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 16 þingmenn en Flokkur fólksins og Viðreisn eru smæstir, hvor með 4 þingmenn.

Valdahlutföll í samfélaginu er erfiðara að mæla. Þar eru í hrærigraut efnahagsstyrkur atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar, kennivald miðla og félagsauður samtaka.

Minnsta eining samfélagsvalds er kosningarétturinn, sem er virkjaður með formlegum hætti þegar gengið er að kjörborði en þess á milli óformlega í skoðanakönnunum.

Ný ríkisstjórn þarf að standast alla þrjá mælikvarðana. Hún þarf hreinan meirihluta á alþingi, helst ekki færri en 34-35 þingmenn. Stjórnin verður að eiga bakland í efnahags- og félagskerfinu í landinu. Og í þriðja lagi verður ný ríkisstjórn að eiga von um sæmilegan stuðning landsmanna.

Dregið saman: ný ríkisstjórn þarf breidd í skírskotun sinni og dýpt í þingstyrk.

 


mbl.is „Kemur í ljós hverjir ná saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband