Föstudagur, 27. október 2017
Vinstri skattastjórn í kortunum
4 flokka vinstristjórn mælist í könnunum. Vinstri grænir, Samfylking, Píratar ásamt einu viðhengi gætu myndað ríkisstjórn eftir kosningar.
Kannanir og kosningar eru þó sitthvað.
Enn er hægt að forðast hrollvekjuna og kjósa af viti.
Ekki marktækur munur á D og V | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sú fyrirferð, sem skoðanakannanir hafa í allri umfjöllun fjölmiðla, fyrir þessar kosningar er áhyggjuefni. Tæpast hægt að tala um neina málefnalega umræðu, svo heitið geti. Glórulausum loforðaflaumi ausið yfir kjósendur, en varla nokkur fjölmiðill, eða fjölmiðlamaður, sem gengur á flokkana og krefur þá um aðferðir, sem þeir hyggjast nota, til að uppfylla allt heila klabbið. Loforðum vinstrisins er slengt fram án nokkurrar umræðu og þar við situr. Því miður eru allt of margir, sem láta sér loforðin nægja og kjósa samkvæmt því.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 27.10.2017 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.