Þriðjudagur, 24. október 2017
Fiff og sniff
Sigmundur Davíð er aðalhöfundur að uppgjöri ríkissjóðs við þrotabú föllnu bankanna. Það ,,fiff" bjargaði ríkissjóði og er meginástæða fyrir hagsældinni sem við öll njótum.
Sigmundur Davíð forsætisráðherra keyrði í gegn skuldaleiðréttingu heimilanna, sem sluppu þar með undan umsátri vinstriflokkanna. Það ,,fiff" sögðust vinstriþingmenn vera á móti en sóttu engu að síður sjálfir um leiðréttingu - og það í hrönnum.
,,Fiff" Sigmundar Davíðs ætti ekki að rugla saman við ,,sniff". Jafnvel þótt maður sé á barmi örvæntingar.
Segir hugmyndir Sigmundar vera fiff | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Sigmundur Davíð er aðalhöfundur að uppgjöri ríkissjóðs við þrotabú föllnu bankanna."
Já er það svo?? Og þetta sem sé var ekkert byrjað fyrir árið 2013? OG Sigmundur gerði þetta svo einn síns leið, eða? Eða getur verið að þetta sé bara einhver GOÐSÖGN að hann sé höfundur að þessu??
Skeggi Skaftason, 24.10.2017 kl. 22:27
Það gleymist oft í umræðunni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einnig aðalhöfundur Njálu.
Wilhelm Emilsson, 24.10.2017 kl. 22:34
Er það þá dautt núna,Blöskrið? Þar sem hann kenndi þess endanlega....
Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2017 kl. 00:36
Þessu "Vinstra liði" er ekki viðbjargandi. Það er endalaust verið að skreyta sig með STOLNUM FJÖÐRUM, sjá athugasemd Skeggja Skaftasonar (Össurar Skarphéðinssonar). Í kosningabaráttunni 2013, voru Árni Páll Árnason og Gunnarsstaða Móri ´ÓÞREITTANDI við að segja Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, AÐ EKKI VÆRI HÆGT AÐ SÆKJA FJÁRMAGN TIL KRÖFUHAFA FÖLLNU BANKANNA. Hverjar eru þá líkurnar á að þessi vegferð hafi verið byrjuð??????
Jóhann Elíasson, 25.10.2017 kl. 07:42
Kjósendur eru ekki fífl, Össur!
Allir muna hvernig umræðan var fyrir kosningarnar 2013, hvernig þingmenn allra flokka, ekki síst þáverandi stjórnarflokka, var á þann veg að hugmyndir SDG um að láta kröfuhafa greiða sig frá landinu væri fráleitar.
Þegar síðan það verkefni tókst, komu sömu stjórnmálamenn og sögðu að ríkisstjórn SDG hefði ekki gengið nógu langt!!
Þú getur reynt að breyta sögunni, en sannleikurinn mun þó alltaf lifa!
Gunnar Heiðarsson, 25.10.2017 kl. 08:31
ÞAð var heilmikið rætt um sikpulega verið að vinna í því hvernig skyldi losa um hina svokölluðu "snjóhengju". Það var ekki Sigmundur Davíð sem fann upp á því að það þyrfti að gera. Heilmikil vinna fór fram í tíð hans ríkistjórnar og hann og hans stjórn má alveg fá kredit fyrir þeirra þátt í því.
En snjóhengjan og úrlausn hennar var ekki eitthvað fundið fé sem Sigmundur einn kom auga á og greiddi úr.
Skeggi Skaftason, 25.10.2017 kl. 13:19
Það er bara þannig Skeggi (Össur) að Sigmundur Davíð kom með lausnina og framkvæmdi hana en auðvitað viljið þið vinstri jepparnir ekkert um það vita...
Jóhann Elíasson, 25.10.2017 kl. 13:26
Já já ... þið bara trúið því sem þið viljið.
Skeggi Skaftason, 25.10.2017 kl. 15:01
Við trúum STAÐREYNDUM ekki SÖGUFÖLSUNUM.........
Jóhann Elíasson, 25.10.2017 kl. 15:16
Það vor vissulega margir sem sáu misgóðar lausnir á snjóhengjunni svokölluðu og reyndu að koma þeim á framfæri, ég var einn þeirra.
Það er hinsvegar morgunljóst að Sigmundur Davíð var ein íslenski framlínu stjórnmálamaðurinn sem sá lausn sem vit var í og tjáði sig um hanna fyrir kosningar 2013.
Guðmundur Jónsson, 26.10.2017 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.