Þorgerður Katrín: 480 þús. kr. mánaðarlaun kennara

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vill bæta laun kvennastétta, til dæmis kennara. Á opnum fundi nýverið sagði Þorgerður Katrín að meðallaun kennara ættu að vera 480 þús. kr. á mánuði.

Meðallaun á Íslandi eru 667 þús. á mánuði.

Fyrir hönd kennara sýnir Þorgerður Katrín stórkostlegan metnað. Þau eiga að vera nær 200 þús. kr. lægri á mánuði en meðallaun í landinu.


mbl.is Viðreisn sýnir spilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

"MEÐALTAL" er ein stærst BLEKKING sem notuð er bæði hér á landi og víðar.EF ÞÚ ERT MEÐ ANNAN FÓTINN Í FÖTU FULLRI AF SJÓÐANDI VATNI OG HINN FÓTINN Í FÖTU FULLRI AF ÍSVATNI "HEFUR ÞÚ ÞAÐ EKKI AÐ "MEÐALTALI ÁGÆTT.  ÞEIR ERU EKKI MARGIR SEM ERU Á "MEÐALLAUNUM"....

Jóhann Elíasson, 22.10.2017 kl. 13:56

2 Smámynd: Jón Bjarni

Eiga kennarar að evra með 667 þús á mánuði Páll?

Jón Bjarni, 22.10.2017 kl. 16:32

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki fylgir sögunni hvort 480 þúsundin eru grunnlaun eða heildarlaun. Við hvort átti Þorgerður Katrín?

Ómar Ragnarsson, 22.10.2017 kl. 17:38

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er spurning Ómar, stundum erfitt að átta sig á ÞKG.

Til dæmis gerði hún ekkert varðandi sjómannaverkfallið, dró í lengstu lög og reyndar of lengi, að taka á vanda sauðfjárbænda. Rökin voru að ekki mætti gera neitt sem hún kallaði "sértækar aðgerðir".

Nú vill hún taka einstaka hópa út úr því sem kallast launþegastéttir og afgereiða þá sérstaklega. Kallast það ekki "sértækar aðgerðir"?

ÞAð er því ekki að undra þó menn eigi í erfiðleikum eð að skilja orð Þorgerðar Katrínar.

Gunnar Heiðarsson, 23.10.2017 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband