Sunnudagur, 22. október 2017
RÚV: Bjarni Ben. skrifaði tölvupósta 2003
Aðalfrétt RÚV í gærkveldi af yfirstandandi kosningabaráttu er að Bjarni Benediktsson hafi skrifað tölvupósta þegar árið 2003 - fyrir heilum 14 árum.
RÚV hlýtur að fá blaðamannaverðlaun fyrir þessa stórfrétt. Hún slær met Stundarinnar, sem í vikunni sagði ekkert fréttnæmt á Íslandi síðastliðinn áratug.
RÚV hlýtur að fylgja skúbbinu eftir með tíðindum af Bjarna Ben. þegar hann var unglingur eða barn í foreldrahúsum. Þjóðina þyrstir að vita hvenær hann sparkaði fyrst í bolta. Fór Bjarni kannski í dansskóla Heiðars Ástvalds?
Þjóðin situr sem límd við viðtækin næstu daga og bíður í ofvæni eftir fleiri stórfréttum RÚV af Bjarna Benediktssyni.
Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frekar "desperat" og "lame" umfjöllun.
Greinilegt fyrir hvað RÚV stendur í dag.
Ekki fréttir.
Birgir Örn Guðjónsson, 22.10.2017 kl. 10:06
Sá sem getur staðið með “straigth face” og ropað uppúr sér annarri eins dellu án þess að springa úr hlátri hlýtur að fá Eddu verðlaunin fyrir “ekki fréttir.”
Ragnhildur Kolka, 22.10.2017 kl. 10:49
Já, það er svo sannarlega stórfrétt þegar stjórnarformaður fyrirtækis á í samskiptum við viðskiptabanka þess.
Það er greinilegt að starfsmenn Rúv eru nú orðnir mjög örvæntingarfullir í viðleitni sinni til að koma eigin frambjóðendum til valda.
Er ekki kominn tími til að leggja þessa ormagryfju niður?
Þorsteinn Siglaugsson, 22.10.2017 kl. 11:31
Er þessi frétt rúv, það sem er kallað einelti?
Sæmundur R. Gunnarsson
Sæmundur Reimar Gunnarsson, 22.10.2017 kl. 13:14
Bjarni þarf að segja af sér fljótlega. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir staðreyndum.
Réttsýni, 22.10.2017 kl. 14:46
Þessi Stund var áfeng eins og vín.
Það mun hafa verið um aldamótin að Rúv. lék lagið Blueberry Hill, sem sungið var af af Louis Armstrong.-- Þá gellur í gömlum heimilisvini; "Er þetta þessi Lúðvík Storr"
Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2017 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.