Einu sinni voru fréttir og skoðanir sitthvað

Fréttir eru byggðar á staðreyndum, skoðanir eru álit eða túlkun. Einu sinni voru fréttir fjölmiðla aðgreindar frá skoðunum. Dagblöð voru með fréttasíður fyrir tíðindi dagsins þar sem staðreyndir voru í forgrunni. Leiðarar og skoðanir voru á vísum stað, oft á miðopnu.

Aðrir fjölmiðlar, útvarp og sjónvarp, buðu upp á staðreyndir í fréttatímum en ekki leiðara eða skoðanir.

En nú er öldin önnur. Fjölmiðlar taka þátt í ,,umræðunni" þar sem enginn greinarmunur er gerður að staðreyndum og skoðunum. Það er talað um ,,inngrip í umræðuna" þegar fullkomlega eðlileg meðferð á persónuverndarmáli leggur hömlur á opinbera birtingu stolinna gagna.

Undir yfirskini ,,umræðunnar" eru skrifaðir leiðarar og þeir kallaðir fréttir. Í stað sjálfstæðra heimilda tekur einn fjölmiðill skoðun frá öðrum fjölmiðli og gerir að frétt. Fjölmiðlar eiga það til að framleiða eigin heimildir, t.d. tímalínur, og vitna síðan í sjálfa sig og kalla sjálfstæða heimild.

Í umræðufréttum eru skoðanir meðhöndlaðar sem hlutlægar staðreyndir. Í umræðunni er enginn munur gerður á sannindum eða ósannindum. Tjáningarfrelsið er notað sem skálkaskjól fyrir bullið.


mbl.is „Forsíðan er svert í mótmælaskyni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband