Samfylking boðar skatt á ellilífeyrisþega

Samfylking segir það ,,eignaójöfnuð" að ellilífeyrisþegar eigi húsnæði upp á milljónatugi. Talsmaður flokksins í skattamálum, Ólafur Ágúst Ólafsson, boðar í viðtali á RÚV að Samfylkingin muni skattleggja ,,eignaójöfnuðinn".

Fólk eignast húsnæði sitt með launavinnu út ævina. Það mun ekki njóta afraksturs starfsævinnar ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn. Sparnaðinn ætlar Samfylkingin að skattaleggja með þeim rökum að húseignir eru ,,ójöfnuður".

Við getum komið í veg fyrir samfylkingarskatt á ævisparnaðinn með atkvæði okkar eftir rúma viku.


mbl.is Meðallífeyrisþeginn á 40 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hagstofan hefur staðfest "fullyrðingu" þingmannsins.  Sumir eiga reyndar meira en aðrir, miðað við meðaltalið, en varla felst réttlætið og jöfnuðurinn í öðru en að taka Xmilljón af þessum og afhenda hinum. Eða ætti ríkissjóður að hirða allt af öllum sem er umfram - ja, segjum 25 millur?

Kolbrún Hilmars, 20.10.2017 kl. 19:05

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Samfylkingin hefur reynar talað nú um að ekki yrði settur auðlegðarskattur á fasteignir þar sem fólk býr og ekki lagður auðlegðarskattur á eignir nema að þær nái 150 milljónum í hreina eign. En þetta hljómar miklu betur að Samfó ætli að ráðast á ellilífeyrisþega. Svona eins og Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið tregir á að draga úr tekjutengingum almannatrygginga. Og eins að lifta skattleysismörkum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2017 kl. 19:19

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er til lítils að sýna ráðdeildarsemi og koma ár sinni vel fyrir borð ef við þurfum í sífellu að eiga það á hættu að vinstri öflin í landinu hirði af fólki það sem það hefur lagt til hliðar, hvort heldur í formi fjármuna eða fasteigna.

Það er óþolandi að hlusta í sífellu á vinstri flokkana hóta eignaupptöku í formi skattlagningar í þeim tilgangi að þeir geti sóað þeim fjármunum að eigin geðþótta.

Fólk sem hefur lagt fé til hliðar eða á aðrar eignir hefur þegar greitt skatta af þessum eignum.  Með sífellt hærri skattlagningu eru vinstri öflin að sína landsmönnum mikla fyrirlitningu, nokkuð sem fólk á ekki skilið.  Eldra fólk sem á sínar eignir hefur í gegnum tíðina lagt mikið á sig til að koma sér vel fyrir á ekki skilið að ríkið komi og reiti af þeim eigur þeirra.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.10.2017 kl. 19:43

4 Smámynd: Elle_

Já það er óþolandi að hlusta á þvaðrið þeirra um að skattleggja það sem fólk var búið að borga skatta fyrir. Og ég er sammála Tómasi að flokkar sýni fólki fyrirlitningu með sífellt hærri skattlagningu. Óvirðingu fyrir vinnu manna.

Skilja þau aldrei hvað margt eldra fólk var búið að segja? Fólkið ræður ekki við að búa í húsunum með skattpíningu þeirra og er beint og óbeint bolað út. En af hverju ætli nokkur manneskja mundi kjósa Samfó? Flokkurinn er með sjálfseyðingarhvöt.

Elle_, 20.10.2017 kl. 21:08

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kratar?  tongue-out

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.10.2017 kl. 21:54

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Páll, þú átt við ESB-Ágúst Ólaf Ágústsson (rektors á Bifröst Einarssonar ríka í Eyjum).

Jón Valur Jensson, 20.10.2017 kl. 23:29

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Örugglega Jón, Fyrir tveimur helgum síðan þegar ég var á Íslandi sá ég þig löglegt og rúið gamalmennið, þar sem þú á meðal Tælendinga og annarra útlendinga, reyndir einn og yfirgefinn að snapa atkvæði fyrir vafasaman flokk í Kolaportinu. En hver sat ekki makindalega í Hörpu á fyrirmennatónleikum annar en Ágúst á Bifröst Einarsons ríka faðir Ágústs skattmanns í Samflykkingu ríkrakarlakrakka. Karlinn hafði ekki áhyggjur af neinu og seðlabúntin sáust í vasanum, en nú skattleggur sonur hans hann verðum við að vona. En það verður örugglega ekki því í  Samflykkingunni eru þeir sérfræðingar í undanþágum fyrir sig og sína, líkt og Sjálfræðisflokkurinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.10.2017 kl. 07:40

8 Smámynd: rhansen

Engin vafi að SAMFYLKINGIN byrjar sömu hringferð og Johönnustjórnin að lækka bætur og taka af eldri borgurum og öryrkjum svo mikið sem hægt verður ....  og það verður ekki spáð  i hjúkrunar heimili  eða lækkun lyfja eða annars þeim til handa ...Samfylkingin er ekki svo mannvæn og kærleikstik sem hun vill reyna fa fólk til að trúa ..Bara uppskrúfaðu ESB  sbobbflokkur  ....

rhansen, 21.10.2017 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband