Föstudagur, 20. október 2017
Stundin: engar fréttir í 10 ár
Stundin telur ekkert fréttnæmt hafa gerst í tíu ár eða frá því að Glitnir fór á hausinn. Svört forsíða Stundarinnar gefur þessa yfirlýsingu:
við megum ekki segja tíðindi úr stolnum gögnum úr þrotabúi Glitnis. Ekkert annað er að frétta.
Fjölmiðill sem ekki sér neitt fréttnæmt, nema tíu ára endurunnar fréttir, ætti kannski að snúa sér að sagnfræði. En til þess þarf bæði að kunna að meta heimildir og umgangast sannleikann af virðingu. Stundin kann hvorugt.
Svört forsíða Stundarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef verið svo barnalegur að halda að Stundin hafi fundið fjölmargt fréttnæmt frá síðustu árum til að birta svo að eftir hafi verið tekið.
Ómar Ragnarsson, 20.10.2017 kl. 10:50
Sá "blaðamaður" sem hér skrifar getur trútt um talað hafandi ekki flutt neinar fréttir sjálfur í að minnsta kosti áratug.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2017 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.