ESB þvær hendur sínar af Katalóníu

Lýðræðisleg krafa Katalóníu um fullveldi fær ekki hljómgrunn hjá Evrópusambandinu. Katalónar eru ,,aðeins" um 6 milljón manna þjóð en Spánn telur 46 milljónir. ESB hugsar í valdahlutföllum og þar tapa alltaf smáþjóðir.

Ríkisstjórnin í Madríd fær stuðning Evrópusambandsins til að kæfa sjálfstæðistilburði Katalóna. Meginreglur um lýðræði, sem ESB þykist hafa í hávegum, eru einfaldlega lagðar til hliðar þegar þurfa þykir.

Það verður holur hljómur í málflutningi Evrópusambandsins næst þegar valdhafar í Brussel gera sig breiða á alþjóðavettvangi og tala um lýðræði. Í Brussel er lýðræði aðeins upp á punt.


mbl.is Ekki rými fyrir aðkomu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband