Fimmtudagur, 19. október 2017
Logi útilokaður í eitt ár - tjáningarfrelsið
Logi Bergmann gerði fyrir 12 árum ráðningarsamning við 365-miðla sem sjónvarpsmaður. Á þeim tíma var hörð samkeppni milli RÚV og Stöðvar 2 um starfsfólk. Í samningnum var ákvæði sem takmarkaði möguleika Loga að fara til samkeppnisaðila.
Logi færði sig yfir í útvarp og pistlaskrif. Hann gerir fyrir nokkrum dögum ráðningarsamning við Árvakur. En þá bregður svo við að vinnuveitandi hans, 365-miðlar, krefjast lögbanns á störf Loga hjá Árvakri.
Logi starfar við að tjá sig í ræðu og riti. Lögbannið snertir augljóslega meginreglur um tjáningarfrelsið.
En það er engin umræða um tjáningarfrelsi Loga. Vinstrimenn og fjölmiðlar þeirra eru samt í góðri æfingu hafandi hellt sér yfir lögbann Glitnis á fréttaflutningi af gögnum bankans.
Vinstrimenn og fjölmiðlar þeirra telja tjáningarfrelsi einstaklingsins léttvægt, eyða ekki orðum á það. Hvað veldur?
Hef meiri áhyggjur af gengi United en lögbanninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur ekkert með tjáningarfrelsi að gera.
Aðeins samningur sem hann kvittaði undir sjálfur og óstuddur.
Blaðamaðurinn ætti nú að þekkja muninn.
Jón Ingi Cæsarsson, 19.10.2017 kl. 12:03
Eru starfsmenn flokkaðir sem innanstokksmunir þegar fyrirtæki ganga kaupum og sölu?
Ragnhildur Kolka, 19.10.2017 kl. 15:14
Sæll
Mikill rökfræðingur er Jón Ingi. Það hefur ekkert með tjáningarfrelsi að gera ðð nafngreindur maður megi ekki tjá sig í fjölmiðum í eitt ár. - Það var og.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 19.10.2017 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.