Lýðræði tapast, Ísland - Svíþjóð

Tækniveldið gengur af lýðræðinu dauðu í Svíþjóð, segir nýr sendiherra Svía hér á landi. Hann vísar í sænska orðræðu, t.d. Georg Henrik von Wright, sem skrifaði þegar árið 1993: ,,Tækniveldið þarfnast yfirskins lýðræðis til að fela valdbeitingu sína."

Svíþjóð er regluveldi en ekki Ísland. Í Svíþjóð kemur atlagan að lýðræðinu frá sérfræðingum, en þeir eru ekki hátt skrifaðir hérlendis.

Lýðræði á Íslandi er mest hætta búin frá skrílsvæðingu umræðunnar í skjóli samspils fjölmiðla og samfélagsmiðla.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt fund á Seltjarnarnesi í gær. Um 200 manns mættu, hlýddu á framsögu Bjarna og Óla Björns Kárasonar þingmanns. Á eftir framsögum var spurt og svarað um aðskiljanleg mál, s.s. skatta, uppbyggingu innviða, menntun, kjör eldri borgara, málefni hælisleitenda og fleiri atriði stjórnmálanna.

Á meðan fundurinn á Seltjarnarnesi stóð geisaði stormur á rafmiðlum, bæði fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, sem gekk út á að forsætisráðherra stæði fyrir lögbanni á fjölmiðil. Enginn af fundarmönnum úti á Nesi var með hugann við samsæri netskrílsins. En fundarmenn í Valhúsaskóla voru aðeins um 200 á meðan netumræðan nær til þúsunda.

Skrílsumræðan á netinu grefur undan lögmæti stjórnmála. Múgæsingamenn búa til falsfréttir og kynna sem staðreyndir í netumræðunni. Stórir fjölmiðlar, RÚV sérstaklega, taka virkan þátt.

Lýðræði sem tapar lögmæti er á fallandi fæti. Í Svíþjóð yfirtaka sérfræðingar völdin, á Íslandi er netskríllinn helsti óvinur lýðræðisins.


mbl.is Sendiherra Svía veldur fjaðrafoki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband