Fjölmiðlar plataðir eða fjölmiðlar að blekkja?

Tíu ára gömul gögn úr þrotabúi Glitnis dúkka upp í fjölmiðlum. Enginn fjölmiðill fjallar um lekann eða veltir fyrir sér hver standi að baki. Eftir að fréttir birtast og eru til umfjöllunar í heila viku kemur fram lögbannskrafa frá þrotabúi Glitnis.

Lögbannskrafan er tímasett þannig að hún valdi Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum hámarksskaða. Hvers vegna var beðið í heila viku? Var það til að undirbúa jarðveginn, leyfa slúðrinu að grassera?

Gögnin frá Glitni eru sögð varða þúsundir Íslendinga. Hvers vegna eru Stundin/Reykjavík Media ekki krafin um svör um hvort þetta sé rétt? Hvers vegna upplýsa fjölmiðlar ekki efnisatriðin og beina gagnrýnum spurningum til þeirra sem um véla?

Eða eru fjölmiðlar fyrst og fremst að hugsa um að taka þátt í pólitík?


mbl.is „Setur málin í undarlegt samhengi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Páll

Svarið er falið í spurningunni. - Þau sem á halda lifa og starfa í holræsinu. Annað veifið koma þau svo upp á yirborðið. Um efnið var skrifuð fræg skáldsaga af "fáránleikasinna" (absúrd). Er ekki við hæfi að fáránleikinn og Stundin séu þannig spyrt saman?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 17.10.2017 kl. 21:26

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Páll

Hverjir eiga annars Stundina?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 17.10.2017 kl. 21:27

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fyrirsögn þessa pistils, er áleitin spurning og ef til vill rétt, að almenningur spyrji sig þess hins sama. Fjölmiðlar eiga að vanda sig og allir sem þar starfa. Þegar "fjölmiðlun" snýst upp í það að lýsa skoðun þess, er um málið fjallar, hættir hún að vera fjölmiðlun. Þá breytist hún í blogg. Blogg er ekki fjölmiðlun, hafi það farið framhjá einhverjum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.10.2017 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband