Þriðjudagur, 17. október 2017
Össur: vinstristjórn þýðir ný ESB-umsókn
Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingar segir einboðið að fái vinstriflokkarnir tækifæri eftir kosningarnar 28. október til að mynda ríkisstjórn verði aðalmálið að gera Ísland að aðildarríki Evrópusambandsins.
DV segir frá ummælum Össurar.
ESB-umsókn klyfi þjóðina í herðar niður, líkt og gerðist 2009-2013. Meirihluti þjóðarinnar er afgerandi á móti ESB-aðild.
Mikið fylgistap Flokks fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara óskhyggja hjá Össurri. Sá er munurinn á Samfylkingunni og VG er að Samfylking getur ekki tekið þátt í ríkisstjórn án VG enda gefur Sam það í skin að það muni hún gera eftir kosningar og því eykst þeirra fylgi.VG hefur getu til mynda ríkisstjórn öðrum flokkum þess fái hún það fylgi sem hreyfingunni er spáð.
Þá er það alveg öruggt að VG með sterkt fylgi mun ekki hafa frumkvæði að því að sótt verði um aðild að ESB umfram það sem þjóðin er þegar innvinkluð inn í ríkja og tollabandalagið. Grasrót VG leyfir það ekki frekar enn að VG fari í stjórn með Sjálfstæðisflokki.
En eitt er þó í stefnu VG sem er, að ef til umræðu kæmi að sækja um aðild enn að nýju verður þjóðin spurð um hvort hún vill það. Það er hin lýðræðislega leið lýðræðislegra flokka. Leið Sjálfstæðisflokks og fleiri flokka forsjárhyggju er aðferð gömlu valda- og hagsmunagæslu flokkanna.
Kristbjörn Árnason, 17.10.2017 kl. 12:19
VG er orðið linari gagnvart ESB en áður. Katrín segir að það þarf að fylgja vilja þjóðarinnar. Það merkir líklega að hún fylgir fylginu.
https://kjarninn.is/frettir/2017-10-13-meirihluti-fyrir-adild-ad-esb-medal-kjosenda-vinstri-graenna/
Egill Vondi, 17.10.2017 kl. 18:52
Sæll kæri Pǽll.
Eins og kunnugt er er, þá var VG eindregið á móti aðildarumsókn inn í ESB fyrir kosningarnar sem fleyttu "tæru vinstri stjórninni" til valda. Hún sló sem kunnugt er upp öflugri skjaldborg um kröfuhafana á litla skattgreiðandann á Íslandi.
Hér má sjá jarðfræðinemann svara í kosningasjónvarpi DDRÚV kvöldið fyrir kosningarnar sem ég nefndi um það hvort hann myndi sækja um aðild að ESB:
.
.
https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac
.
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.10.2017 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.