Þriðjudagur, 17. október 2017
Tvær elítur, einn gjaldmiðill og tveir flokkar
Efnafólk, sem þénar meira en milljón á mánuði, og háskólamenntaðir sérfræðingar vilja evru og ESB-aðild fremur en allur almenningur. Efnafólkið vill geta flutt peningana sína úr landi eftir hentugleikum og háskólamönnum bjóðast góð starfskjör í sérfræðiveldi Evrópusambandsins
Viðreisn er flokkur efnafólksins og Samfylkingin er framboð sérfræðinganna.
Allur þorri almennings veit sem er að krónan er verkfæri til að jafna lífskjörin, dreifir byrðinni þegar illa árar og lyftir kaupmættinum í góðæri.
Fleiri vilja halda í krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú meinar að efnafólk styður Viðreisn, en að efnafólk styðji ekki Sjálfstæðisflokkinn?
Segðu mér nú snillingur, hvort gagnast háir vextir á Íslandi meira efnafólki, sem Á PENINGA, eða launafólki sem SKULDAR PENINGA?
Skeggi Skaftason, 17.10.2017 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.