Trú, sekt og Trump

Trúin gerði Evrópu að lávarði heims á nýöld. Með kristna miðaldatrú í farteskinu lögðu Evrópuríki undir sig fjórar heimsálfur, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Ástralíu.

Þegar kristnin tók að dofna smíðuðu Evrópumenn tvenn ný trúarbrögð, kommúnisma og nasisma, sem hvor um sig gerði atlögu að heimsyfirráðum. Um tíma eftir seinni heimsstyrjöld var heiminum skipt í tvennt, austur og vestur, þar sem veraldarvædd kristni, oft kölluð frjálslyndi, stóð andspænis kommúnisma.

En nú er öldin önnur. Vestræn ríki eru þjökuð af sektarkennd. Cheryl Benard segir í National Interest að ungir múslímskir karlmenn nýti sér þessa sektarkennd til að nauðga vestrænum konum í evrópskum borgum. Þeir múslímsku eru sannfærðir um sína yfirburði í krafti trúarinnar, á líkan hátt og Evrópumenn voru á nýöld. Viðbrögð yfirvalda eru tepruleg, það óttast allir að fá á sig rasistastimpil.

Pólitík vestrænnar sektarkenndar er alþjóðahyggja þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir og stunda frjáls viðskipti. Ástæðan fyrir kjöri Trump á síðasta ári er einkum tvíþætt. Í fyrsta lagi eru ekki öll dýrin í skóginum vinir. Regluleg hryðjuverk herskárra múslíma í vestrænum borgum eru til marks um það.  Í öðru lagi gerðu frjálsu viðskiptin stóra hópa á vesturlöndum, ekki síst Bandaríkjunum, fátæka á með alþjóðaelítan græddi á tá og fingri.

Donald Trump er andsvar við vestrænni sektarkennd almennt og bandarískri sérstaklega. Hann boðberi afturhvarfs til fyrri gilda um vestræna menningaryfirburði. Sumum finnst, t.d. Margaret Atwood, að Trumpismi lykti af fasisma. En fyrst og fremst var sigur Trump til marks um að vestræn sektarkennd og pólitíkin sem henni fylgir er gengin sér til húðar.


mbl.is Endurvarp fjórða áratugarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ef Trump nær að lifa þá munu heimsmál breytast í hinum vestræna heimi. Við verðum að ná baráttuviljanum til okkar aftur og leitt að segja að við verðum að geta drepið þá sem vilja drepa okkur. 

Valdimar Samúelsson, 14.10.2017 kl. 20:32

2 Smámynd: Aztec

Góð færsla, Páll

Það er ekkert að marka neitt sem þessi rithöfundur er að bulla. Hún ruglar saman skáldsögum og veruleika og skjátlast svona herfilega. Hún gæti allt eins verið ein af persónunum í 1984 sem koma saman og hata, trúandi því að hatur sé ást, að stríð sé friður og að ánauð sé frelsi. Ég er enginn aðdándi Trumps, en hann er mikið skárri en glæpakvendið  Hillary.

Mér blöskrar líka að mbl.is sé að lepja upp bullið eftir þessu stuðningsfólki glónbalistanna meðan þagað  er um loftslagshlýnunarsvindlið og ólýræðislega tilburði Fjórða ríkisins (ESB), allt saman þöggun í þágu pólítísks rétttrúnaðar.

Mikið væri uppfrískandi að lesa grein í Mogganum um hvernig yfirmaður brezkra embættismanna, Jeremy Haywood stjórnar brezku ríkisstjórninni bak við tjöldin og keppist við að halda Bretlandi í klóm Evrópusambandsins. Það væri áhugaverð lesning. Það sem Margaret Atwood eða Hillary Clinton æla út úr sér ekki marktækt. Sama má segja um gallið sem vellur upp úr Tony Blair, Richard Branson, Jean-Claude Juncker (kallaður "Drunker" vegna þess að hann er alki), allir þessir delar hata lýðræðislegar kosningar.

Sú ógnvænlega þróun sem Evrópa hefur orðið fyrir á undanförnum árum var stöðvuð í Bandaríkjunum þegar Obama og Hillary misstu völdin, og það er það sem Margaret Atwood er óhress með. 

Aztec, 15.10.2017 kl. 14:32

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

100% sammála Aztec.

Valdimar Samúelsson, 15.10.2017 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband