Guðmundur varð fyrir einelti - utan þings

Guðmundur Steingrímsson stofnandi Bjartar framtíðar og þingmaður um skeið segir frá einelti sem hann varð fyrir í hreinskilnum pistli í Fréttablaðinu. Eineltið fólst í atyrðum, bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimi.

Einelti er kannski full sterkt orð í þessu samhengi. Venja er að tala um einelti hóps, t.d. í skóla eða á vinnustað, gegn einstaklingi. En Guðmundur hefur ábyggilega nokkuð til síns máls þegar hann talar um eineltistilburði - að hrakyrða fólk opinberlega vegna skoðana sem það hefur.

Guðmundur ber saman starfsandann á alþingi, sem er almennt góður, og andrúmsloftið í samfélaginu sem er almennt neikvætt, einkum gagnvart þingmönnum.

Tvær athugasemdir má gera við þennan samanburð. Í fyrsta lagi eru þingmenn líka hluti af samfélaginu. Í búsáhaldabyltingunni og misserin þarf á eftir voru sumir þingmenn ýmist inni í þingsal eða með skrílslæti á Austurvelli.

Þingmenn, oft í samspili við samfélagsmiðla og fjölmiðla, taka iðulega þátt í og eru jafnvel hvatamenn að rógburði og illmælgi. Ósiðirnir vinda upp á sig.

Seinni athugasemdin lýtur að valdabaráttunni í samfélaginu eftir hrun. Viðurkenndar stofnanir, allt frá stjórnmálaflokkum til stjórnarskrárinnar, stóðu veikt vegna þess að öfl í samfélaginu vildu bylta ríkjandi fyrirkomulagi; henda stjórnarskránni og gera Ísland að ESB-ríki.

Þegar sjálft lýðveldið er í húfi tíðkast ekki vettlingatökin í umræðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvað má Bjarni Benediktsson segja þar sem Stundin hefur skrifað þúsundir níðgreina um hann. Og þeim svo fleytt áfram á netmiðlum.

Ragnhildur Kolka, 14.10.2017 kl. 15:05

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hið lævía við rógburð er, að aðeins upphafsmaðurinn veit að hann er lýgi.  Allir sómakærir menn taka ekki þátt í rógburði. Þeir sem reyna að svara eru yfirleitt sekir um þær ávirðingar sem í rógburðinum felast.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.10.2017 kl. 15:28

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þvílíkar alhæfingar Jóhannes. Eiga menn þá bara að leggjast flatir og láta róginn valta yfir sig? 

Ragnhildur Kolka, 14.10.2017 kl. 17:57

4 Smámynd: Elle_

Já það eru óskiljanlegar alhæfingar frá Jóhannesi að þeir sem svari lygi séu sekir um það sem lygarnar segi.  Sómakærir alvöru menn og konur sætta sig ekki við lygar og ærumeiðingar.  Það væri aumt og veiklulegt að bara þegja.

Elle_, 14.10.2017 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband