Laugardagur, 14. október 2017
Stjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata
Þriggja flokka vinstristjórn er í kortunum, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Vinstri grænir, Samfylking og Píratar sameinast um hærri skatta, endurræsingu ESB-umsóknar og atlögu að stjórnarskránni.
Sjálfstæðisflokkurinn er eina aflið sem getur hindrað valdatöku vinstrimanna.
Og það eru aðeins tvær vikur til kosninga.
X-S er hástökkvari vikunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn hefði gott af því að taka sér hlé frá Ríkisstjórn. Í fyrsta lagi er þá líklegara að stjórnin springi ekki í loft upp og alvöru stöðugleiki náist. Í öðru lagi þarf flokkurinn án nokkurs vafa að fara í gagngera naflaskoðun vegna fjölda spillingarmála innan hans og slæmrar stöðu formannsins sem er augljóslega búinn að missa mikið traust vegna vafasamra fjármálagerninga sinna og hagsmuna sinnar fjölskyldu sem gera hann að sjálfsögðu óhæfan til að vera í Ríkisstjórn næstu árin. Verði kosningaúrslit eitthvað nálægt því sem þessi tiltekna könnun sýnir ætti Sjálfstæðisflokkurinn að líta á það sem kærkomið tækifæri til að taka vel til í sínum eigin ranni, laga sína morknu innviði og skipta um forystu.
Réttsýni, 14.10.2017 kl. 09:25
Fáránlegt að nota orð eins og valdataka í þessu sambandi. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er eini hægri flokkurinn á landinu nýtur aðeins um fjórðungs fylgis. Ef svo fer sem horfir þá munu félagshyggjuflokkar aftur sameinast um stjórn landsins í umboði meirihluta kjósenda. Þetta heitir lýðræði.
Ef hins vegar VG og sjálfstæðisflokkur mynda stjórn þá má kalla það svik VG við félagshyggjuöflin og jafnframt gætu eingverjir svekktir vinstri menn talað um valdatöku sjálfstæðisflokks
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.10.2017 kl. 09:31
Kannanir syna núna að það er stór meirihluti konur sem ætla gefa VG atkvæði sitt i þessum kosningum ..Þetta eru liklega kvennadyrkun að hluta af þvi kona er formaður og mótsvar kvenna móti karlrembun hinna flokkanna? ,,,Semsagt frekjupolitik sem þó þær beri i raun ekki skynbragð á hvað þær kynnu að kalla yfir allt og alla "Stjórn Kommunista i fullu veldi" Konur mikil er ábyrgð ykkar ........MÁ EG ÞÁ BIÐJA UM SJÁLFSTÆÐISFLOKKIN !
....
rhansen, 14.10.2017 kl. 18:41
Nei ég veit ekki. Flokkur sem tekur inn Benedikt og co. getur ekki verið alveg heill. Hinsvegar, guð hjálpi okkur ef Píratar, steindauða Samfó og VG verða í ríkisstjórn.
Elle_, 14.10.2017 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.