Föstudagur, 13. október 2017
Kjósendur gerast íhaldssamir
Píratar eru mælikvarði á ruglstigið í samfélaginu. Ruglstigið var hátt fyrir tveim árum. Píratar mældust þá með um 30 prósent fylgi. Í kosningunum fyrir ári fengu Píratar innan við 15 prósent og mælast núna með tæp níu atkvæði af hverjum hundrað.
Kjósendur verða íhaldssamari eftir ofpólitík síðustu missera með tvennum þingkosningum á einu ári. Þekktar stærðir sækja í sig veðrið, Sjálfstæðisflokkur þar fremstur, en vinstraíhaldið í Vg gerir það einnig gott. Jafnvel Samfylking er risin upp úr öskustónni og er í tveggja stafa tölu.
Flokkur fólksins hjaðnar en Miðflokkurinn með Ísland allt í forgrunni nær sér á strik. Unglömbin Viðreisn og Björt framtíð verða jólasteik.
Í stjórnmálaþreytu hallar fólk sér að þekktum vörumerkjum.
Viðreisn kæmist inn á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.