Sjálfstæðisflokkurinn eða vinstristjórn: stöðugleiki eða óreiða

Þegar 19 dagar eru til kosninga stendur valið á milli ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða vinstristjórnar Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata.

Stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks yrði í þágu stöðuguleika, ábyrgra ríkisfjármála og málamiðlana.

Þriggja flokka vinstristjórn verður ný útgáfa ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna frá 2009 til 2013 - bara á sterum: ófriður innanlands þar sem höfuðborginni er att gegn landsbyggðinni; umsátursástand um ríkissjóð; uppnám í stjórnskipun landsins og þjóðaratkvæði um misheppnuðustu utanríkispólitík Íslandssögunnar frá Gamla sáttmála - um inngöngu í Evrópusambandið.


mbl.is Baráttan verður snörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn ekki allavega 2 flokka með sér í sína hægri stjórn?

Hverjir væru líklegastir til að vilja vinna með sjálfstæðisflokknum?

Kannski bara framsóknarflokkarnir?

Jón Þórhallsson, 9.10.2017 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband