Sunnudagur, 8. október 2017
Lítil tiltrú vinstriformanna á Íslandi
Vinstriflokkarnir ásamt Viðreisn telja stórkostlegan landflótta ungs fólks yfirvofandi nema við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, vill að vísu skattleggja fólk til fá það vera um kyrrt og opnar á þjóðaratkvæði um ESB.
Bjarni Benediktsson var eini formaðurinn sem andæfði vinstrispekinni um hagsæld í Evrópu og benti á það sem allir vita. Ungt fólk í ESB-ríkjum býr við atvinnuleysi sem mælist í tugum prósenta.
Allt kjörtímabilið 2009-2013 klifuðu Samfylking og Vinstri grænir á að Ísland væri ónýtt. Núna í góðærinu er það enn ónýtt, samkvæmt vinstriflokkunum. Þá klæjar í fingurna að komast til valda og framfylgja stefnunni um ónýta Ísland.
Ræddu húsnæðisvanda ungs fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.