Fursti ræður trú; fullveldið eða ESB

Cuius regio, eius religio er niðurstaða Ágsborgarfriðarins frá 1555 þegar mótmælendur og kaþólikkar í Evrópu, einkum Þýskalandi, deildu um trúfrelsi og fullveldi. Niðurstaðan var að fullveldið (furstinn) réði trú þegnanna.

Evrópa samtímans er skipuð fullvalda ríkjum. Furstar miðalda eru ríkisstjórnir í dag. Í þeirra höndum er fullveldið enda meginreglan um að fursti ráði trú staðfest í Vestfalíufriðnum 1648, eftir 30 ára stríð mótmælenda og kaþólikka. Ríkisstjórnir ESB-ríkja hafa framselt fullveldið til Brussel, en aðeins að hluta.

Vandi Spánverja og Katalóna er að valdamiðstöð Evrópu er ekki lengur páfinn í Róm heldur Brussel. Evrópusambandið hefur í meira en hálfa öld boðað trú á sameinaða Evrópu, Stór-Evrópu, þar sem fullveldið er vaxandi mæli í höndum embættismanna í Brussel.

Katalónar vilja losna undan héraðsyfirvöldunum í Madríd og komast undir verndarvæng Brussel. En, óvart, æðstu handhafar Brussel-valdsins eru héraðshöfðingjar í höfuðborgum ESB-ríkja, Madríd meðtalin.

Katalónar eru milli steins og sleggju, Madríd og Brussel. Og Evrópusambandið er lamað. Það er með nógu mikil (trúar)völd til að verða að átrúnaði sjálfstæðisviljugra þjóða sambandsins en of lítil völd til að tryggja framgang lýðræðisvilja þjóða undir framandi fullveldi. Ágsborgarfriðurinn blívur enn; furstinn í Madríd trompar páfagarðinn í Brussel. Lýðræðið verður að aukaatriði.


mbl.is Dómstóll frestar fundi katalónska þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband