Fimmtudagur, 5. október 2017
Pólitísk lukkudýr
Frægir og flottir eru eftirsóttir á framboðslista stjórnmálaflokka. Verulega kveður að þessari markaðssetningu í útlöndum en til skamms tíma var íslensk stjórnmálamenning að mestu laus við nýmælið.
En verði þingkosningar árvissar eins og jólahaldið og framboðin nokkru meiri en eftirspurnin er hætt við að pólitísk lukkudýr verði meira áberandi.
Hugsunin að baki er að ef Snúlli Jolli frægur og flottur leggur nafn sitt við framboðslista hljóti að vera óhætt að merkja x við 'ann.
En x er óþekkt stærð, bæði í reikningi og pólitík.
Biggi lögga í Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er búið að margreyna. Besta dæmið ver með
Þráinn Bertelsson. Hans aðaltími á þingi var
að verja listamannalaunin sín og náði því í gegn.
Þílík puntudúkka hefur sjaldan sést á alþingi og
eins og hann. En þetta er fólk tilbúið að kjósa.
Sigurður Kristján Hjaltested, 5.10.2017 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.