Miðvikudagur, 4. október 2017
Ótti við vinstristjórn lækkar krónuna
Vaxtalækkun Seðlabankans er traustsyfirlýsing á hagkerfið. Krónan ætti að hækka í verðgildi við þessar kringumstæður. En hún lækkar í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði.
Ástæðan er nærtæk. Sama dag og vaxtalækkun var tilkynnt birtist skoðanakönnun sem veit á vinstristjórn.
Ríkisstjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata er uppskrift að efnahagslegum óstöðugleika, með tilheyrandi verðbólgu og hallarekstri á ríkissjóð.
Fólk og fyrirtæki munu kaupa gjaldeyri til að búa sig undir gjaldeyrishöft og fallandi verðgildi krónunnar.
Harðindavetur vinstristjórnar má enn forðast - ef við notum atkvæði okkar skynsamlega 28. október.
Óvissa í stjórnmálum ekki áhrifavaldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki vissi ég að Seðlabankinn gæti lækkað vexti á sömu klukkustund og niðurstöður skoðanakannana væru birtar.
Ómar Ragnarsson, 4.10.2017 kl. 17:01
Tilviljun, að öðru leiti útúrsnúningar, er það ekki Ómar?
Steinarr Kr. , 4.10.2017 kl. 17:34
Tilbúnar skýringar á hlutum sem engin bein tengsl eru á milli.
Það er ótímabært að gera neinar spár um ríkisfjármál á þessum tímapunkti, það verður einfaldlega að bíða eftir kosningum og stjórnarmyndun og reyna svo að lesa í stöðuna eftir það. Realpolitik getur líka átt við á fjármálamarkaðinum og látum því ekki skammtímasveiflur hræða.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2017 kl. 22:26
Já svei mér þá er fólk er hrætt við vinstri stjórn, er ha eki Páll?
Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2017 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.