Þriðjudagur, 3. október 2017
Dulúð, RÚV? Virkilega?
,,Fáum við einhvers konar dulúð?" spyr fréttamaður RÚV skattalögfræðing um skattaskil Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar.
,,Já, jafnvel," svarar lögfræðingurinn.
Samtalið er úr frétt RÚV.
Nei, þetta er ekki brandari heldur dagsatt atvik úr veruleikafirringunni á Efstaleiti.
Fara hamförum í útúrsnúningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt er að hvetja þá sem láta sig málið varða til að horfa á viðtalið við Ásmund G. Vilhjálmsson sérfræðing í skattarétti þar sem hann útskýrir vel á tiltölulega auðskiljanlegu máli hvaða ályktanir má draga af úrskurði yfirskattanefndar í þessu tiltekna máli.
Ein óheppilega orðuð spurning fréttamanns breytir engu um það.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2017 kl. 23:30
Spurningin sneri að því hvort með röngu framtölunum hefði verið að leyna tilvist eignarhaldsfélagsins Wintris. Ósköp eðlileg spurning.
Páll Vilhjálmsson viðurkenndi sjálfur í umræðum við annan pistil að hann viti alls ekki hvort félagið Wintris sem slíkt sé NEFNT í upphaflegum skattframtölum þeirra hjóna, þ.e. röngu framtölunum.
Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.