Glæpa-Kjarninn og upplogið lögbrot

Enginn getur farið til skattayfirvalda og fengið vottorð um að vera ekki skattsvikari. Skatturinn býður ekki upp á slíka þjónustu. Sigmundur Davíð og eiginkona hans voru ásökuð um að svíkja undan skatti - út á það gekk Wintris-málið.

Sigmundur Davíð var flæmdur úr forsætisráðuneytinu vegna Wintris-málsins og í framhaldi bolað úr formennsku í Framsóknarflokknum. Hvað átti hann að gera? Ekki gat hann fengið vottorð hjá skattinum um að hann væri þar með sitt á hreinu.

Hjónin Anna Sigurlaug og Sigmundur Davíð ákváðu að fara með Wintris-félagið í heild sinni til skattayfirvalda og fá mat á hvort ekki væri fyllilega staðið rétt að skattlagningu á félaginu. Ferlið hjá skattayfirvöldum tekur marga mánuði, eins og Sigmundur Davíð rekur í grein í Fréttablaðinu.

Í úrskurði yfirskattanefndar um Wintris kemur fram að greiða þurfti úr túlkunaratriðum vegna skattskila. Skattayfirvöld geta lagt álag á skattgreiðendur ef rök standa til þess að um skattaundanskot hafi verið að ræða. Það var ekki gert í tilviki Önnu Sigurlaugar og Sigmundar Davíðs. Álag á skattgreiðslur er mildasta úrræði skattayfirvalda en því var ekki beitt.

Með málsmeðferðinni staðfestu skattayfirvöld það sem þau hjón hafa ávallt haldið fram, að Wintris-félagið greiddi skatta og skyldur hér á landi. RÚV og aðrir fjölmiðlar góða fólksins hafa haldið hinu gagnstæða fram, að Winstris-félagið hafi skotið undan skatti.

En nú liggur fyrir, svart á hvítu, hjá skattayfirvöldum að Wintris borgaði skatta og skyldur hér á landi. Og það jafnvel ríflega - þau hjón fengu endurgreitt.

Glæpa-Kjarninn lítur öðrum augum á málið. Í tveim greinum í gær (já, tveim) dregur Glæpa-Kjarninn upp þá mynd að víst hafi Winstris verið skattaundanskotafélag. Fyrirsögnin á fyrri greininni tekur af allan vafa: ,,Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur."

Nú er það svo að ef maður brýtur lög og reglur gagnvart skattinum er þrennt í stöðunni. Í fyrsta lagi er maður rukkaður um vangoldinn skatt með álagi, oft 25%. Í öðru getur maður fengið sekt, sem er tvöföld eða þreföld skattafjárhæð. Í þriðja lagi fer málið til refsimeðferðar fyrir dómstólum. Ekkert af þessu þrennu var gert í tilviki Önnu Sigurlaugar og Sigmundar Davíðs. Enda engum lögbrotum til að dreifa.

Í seinni grein Glæpa-Kjarnans í gær var engu efnislegu bætt við, aðeins ítrekað að hjónin hefðu framið lögbrot.

Góða fólkið tók ,,fréttaskýringum" Glæpa-Kjarnans fegins hendi og flaggaði þeim á netmiðlum í gær. RÚV bjó til hádegisfrétt úr glæpaútgáfunni og aðra kvöldfrétt. Fyrirsögn RÚV í kvöldfréttum er neyðarlega kjánaleg: ,,Horfðu fram hjá Winstris í skattskilum". Hverjir horfðu framhjá? Og hvað þýðir eiginlega að ,,horfa framhjá". Maður þarf að vera verulega illa gefinn til að skilja ekki að í Wintris-málinu er grundvallarspurningin um sekt eða sakleysi. (Vitanlega einnig framhjáhald RÚV og Glæpa-Kjarnans gagnvart sannleikanum - en það er önnur saga).

Milljón króna spurningin er þessi: hvort er það af heimsku eða illgirni sem Glæpa-Kjarninn, RÚV og góða fólkið skilur ekki að ef maður er uppvís að lögbroti gagnvart skattayfirvöldum fær maður eitt af þrennu: álag, sekt eða refsidóm? Engu slíku er til að dreifa í tilviki Önnu Sigurlaugar og Sigmundar Davíðs. Þar af leiðir var ekki um neitt lögbrot að ræða.


mbl.is Undirbýr málsókn gegn fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Sigmundur Davíð var flæmdur úr forsætisráðuneytinu vegna Wintris-málsins og í framhaldi bolað úr formennsku í Framsóknarflokknum.

Hvað átti hann að gera?". 

Hver er lærdómurinn af þessu öllu?

Að það sé kannski betra að eiga í viðskiptum við banka í íslenskri lögsögu sem að eru með allt sitt á hreinu og almennt viðurkenndir af alþjóðasamfelaginu?  Y/N?

Jón Þórhallsson, 3.10.2017 kl. 08:59

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er enn ærandi þögn á RUV um málið á meðan þeir leita örvænt að álitsgjafa sem talar þeirra máli. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2017 kl. 09:41

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Nú er brýn þörf á að velja fólk til setu á Alþingi sem hefur þor og kjark til að takast á við RUV og loka þeirri vondu stofnun.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.10.2017 kl. 09:52

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Sigmundur Davíð og eiginkona hans voru ásökuð um að svíkja undan skatti - út á það gekk Wintris-málið."

eehhh ... Nei.

Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 09:56

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er kominn álitsgjafi. Fastapenni hjá kjarnanum, Indriði Þorláksson. Mikið humm og ha og iðað í skinni. 

Hugsanlega hefði Skúli Eggert Þórðarson núverandi ríkisskattstjóri verið nærtækari viðmælandi, en þetta er jú RUV.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2017 kl. 10:04

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skeggi minn, þau voru sökuð um að eiga fé í skattaskjóli. Það þýðir að þau hafi verið að skjóta peningum undan skatti. Svo reyndist þó ekki vera. Reyndar höfðu þau greitt helst mikla skatta af þessu.

Ef þú veist betur um hvað málið snerist, viltu þá ekki skýra það út fyrir okkur.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2017 kl. 10:09

7 Smámynd: rhansen

þetta eilifa tal um skattaskjól .Tortóla , Bresku jónfrúeyjar og skattaundanskot ,er eitt nóg til höfða mál !  Þangað sem arfur Önnu Sigurlaugar hefur ALDREI KOMIР og  fjölmiðlar  hafa enga grein gert ser fyrir i raun hvað Wintris er og aldrei fjallað um það sem slikt !.  enda ekki verið að skrifa af þekkingu eða sækjast eftir henni ,heldur  af allt öðru og lágkúrulegri  ásetningi  ....OG SVO ERU BÖRN DÆMT FYRIR EINELTI !!!! 

rhansen, 3.10.2017 kl. 10:44

8 Smámynd: Jón Ragnarsson

Leiðréttið mig ef eitthvað í þessu er rangt:
* Sigmundur Davíð og frú senda inn nýjar skattaskýrslur *eftir* að upp kemst um Wintris málið, og gera samkomulag við RSK um að greiða skatta sem þau héldu að þau kæmust upp með að greiða ekki af því að enginn vissi af eignunum. Við vitum ekki hver þessi upphæð er.
* Hluta málsins (uppgjörsmynt félagsins) er skotið til yfirskattanefndar sem *lækkar* óþekktu greiðsluna um 50 m.kr. (við getum þá ímyndað okkur að hún hafi a.m.k. verið hærri en það)
* Og spinnið er að þetta sýni að þau hafi greitt alla skatta og meira að segja of mikið, og þannig sé málið allt þeim í hag?

Jón Ragnarsson, 3.10.2017 kl. 10:55

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skatturinn vissi alltaf um Wintris. Að öðrum kosti hefðu hjónin fengið aðra meðferð; þ.e. álag, sekt eða stefnt til refsingar fyrir dómstólum.

Aðalforsenda þín, Jón, er þannig fallin og þarf ekki að ræða málið frekar.

Páll Vilhjálmsson, 3.10.2017 kl. 11:00

10 Smámynd: Baldinn

Glæpa-Kjarninn og góða fólkið ásamt RUV eru vond við Sigmund er innihald þessarar greinar hjá " áróðurs meistara " Páli.  Hér spilar Páll með þeim manni sem er að eigin sögn " fórnarlamb ".

Sigmundur Davíð er " fórnarlambs pólitíkus " og hefur verið að fara með þá list grein í alveg nýjar hæðir.

Það voru vondir " útlenskir " fréttamenn sem stóðu fyrir árásum á hann og þegar hann svaraði með  Lygi að þá var það vegna þess að hann var fórnarlamb vondra útlendinga.

Hann var einnig fórnarlamb eigin flokksmanna þegar þeir með svikum kusu sér annan formann.  Það að einhver bjóði sig fram til formanns í stjórnmálaflokk og í líðræðislegum kosningum fái hann fleirri atkvæði en sitjandi formaður eru bara svik og hann sem tapaði er fórnarlambið.

Síðan ákveður einhver kona að bjóða sig fram í 1sta sætið á móti honum fyrir norðan.  Svona svik hafa aldrei verið opinberuð áður hér á Íslandi.  Eftir að hafa kannað málið og séð að hann hefði tapað í prófkjöri að þá birtist " fórnarlambið "  og ákveður " ég skal sko sýna þeim " og setur stefnuna á að " rústa " sýnum gamla flokki.

Sigmundur var líka " fórnarlamb " vegna svika frá samstarfs flokki í ríkisstjórn sem sviku hann á ögur stundu á sama tíma og hann ætlaði að svíkja þá. ( þvílíkir dónar)  Nú Sigmundur var líka fórnarlamb forsetans á Bessastöðum þegar Simmi ætlaði að svíkja samstarfsmenn í ríkisstjórn og rjúfa þing án samráðs við þá.  

Hér eru margar fórnarlambs sögur ósagðar um Simma karlinn

Sigmundur Davíð er svo mikið fórnarlamb að hann er í raun " Mega Fórnarlamb " sem er efsta stig fórnarlamba.

Baldinn, 3.10.2017 kl. 11:42

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég nenni nú ekki að taka þátt í umræðu um "fórnarlambið" Sigmund Davíð, en hann var ranglega ásakaður um skattaundanskot og það á að viðurkenna. En þegar Indriði Þorláksson er farin að aðstoða RÚV að festa sig í leðjunni þá veit maður að VG eru í bullandi herferð sem bjart bros Katrínar breiðir ekki yfir.

Ragnhildur Kolka, 3.10.2017 kl. 11:54

12 Smámynd: Baldinn

 Ég missti alveg af því þegar RUV sakaði Simma og frú um skattsvik.  Einhver hlýtur að geta gefið upp link á þá frétt.

Ragnhildur.  Þú varst akkúrat að taka þátt í " fórnalambs " pólitíkinni hans Simma með því sem þú skrifaðir.

Baldinn, 3.10.2017 kl. 13:46

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Varla verður um málið fjallað Baldinn að ekki verði Sigmundur nefndur þegar reka þarf oní Glæpa-kjarnann ranglegar ásakanir á hann. Skrítið að Indriði skuli vera mér svo vel kunnugur raunar af allt öðrum málum.

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2017 kl. 14:10

14 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Baldinn, þú villt kannski útskýra fyrir mér út á hvað Panamaskjalaumræða stóð ef ekki ólögleg skattaundanskot. Indriði heggur í sama knérunn í morgunútvarpinu, þegar hann stekkur inn, RÚV til bjargar, með að um lögbrot hafi verið að ræða. Aðeins vankunnátta skattayfirvalda eða mistúlkun þeirra á lögunum hafi komið í veg fyrir að SDG hafi fengið makleg málagjöld.

RÚV ætlar greinilega að reka málsvörn sína á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Hið "hlutlæga" RÚV mun ekki gefa SDG rúm til að koma sínum málflutningi þar á framfæri. Það kom berlega í ljós í Kastljóssþætti nýlega. Sá þáttur var reyndar sendur út eftir að úrskurður skattayfirvalda féll en áður en hann var gerður opinber almenningi. Sem vekur spurningar um hvers vegna Wintrist var aðal málið í þætti sem átti að snúast um nýjan stjórnmálaflokk. 

Við, skattgreiðendur, biðjumst undan þátttöku í þessum pólitíska leiðangri. 

Ragnhildur Kolka, 3.10.2017 kl. 14:48

15 Smámynd: Baldinn

 Við skattgreiðendurnir þökkum fyrir að til sé stofnun eins og RUV sem ekki er ofurseld spilltum stjórnvöldum enda með það meginmarkmið að veita valdhöfunum aðhald.

Til hvers eiga menn banka reikninga á stöðum eins og Tortóla ? 

Ekki eru það vextirnir.

Ekki er það aðgengi að þjónustunni.

Ekki eru það vegna þess að það er svo góður heimabamnki.

Nei það er út af bankaleyndinni.  Það er eina ástæðan.  Það er ekki til nein önnur ástæða fyrir því að stofna svona reikninga.

Að forsetisráðherra landsins sé að geyma peninga þarna á sama tíma og hann dásamar Íslensku krónuna.  Á þessum tíma voru stjórnvöld með allar klær úti til að fá fólk sem átti eitthvað í útlandinu til að flytja peningana heim. 

Þau hjónin höfði keypt í kröfur í föllnu bönkunum og samkv. því orðnir hrægammar.  Þá er Simmi að semja við þessa Gamma um hvað þeir ættu að fá margar krónur fyrir þessar kröfur.  Maðurinn sló sig til riddara fyrir þessa baráttu og hefur talað um að að sér hafi verið sótt af þessum gömmum,

Þeir sem ekki sjá neitt athugavert við þetta mál eru þar með .......

Og er sama fólkið sem hafði hvað hæst út af gjaldkera Samfylkingarinnar.

Og svo vælið þið og vælið yfir RUV en eruð búinn að sýna að þið eruð með færanlegt siðferði eftir því hver á í hlut.

Baldinn, 3.10.2017 kl. 15:11

16 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Við lestur úrskurðar yfirskattanefndar er kristaltært að ekki hefur verið um skattaundanskot að ræða enda engin lögbrot framin.  Matreiðsla Kjarnans , RÚV og Stundarinnar í útlistingum á úrskurðinum, þar sem því er blákalt haldið fram að um lögbrot hafi verið að ræða, hlýtur hins vegar að öllum líkindum að varða við hegningalög.  Því finnst manni nærtækt að álykta að þessu máli ljúki ekki fyrr en viðkomandi fjölmiðlar hafa fengið á sig dóm fyrir rangar sakargiftir og óhróður.  

Daníel Sigurðsson, 3.10.2017 kl. 15:53

17 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Baldinn, Í baksýnisspeglinum virðist þið eiga auðvelt með að gleyma að "frjáls flutningur fjármagns" er ein fjögurra stoða ykkar elskaða ESB. Gjaldkerinn jafnt sem fjölmargir aðrir nýttu sér það frelsi. Enda ekkert glæpsamlegt við að eiga peninga í erlendum bönkum, aðeins ef ekki er gefið upp til skatts. Skatturinn hefur nú skilað sínu áliti og komist að þeirri niðurstöðu að SDG og frú eigi pening inni hjá þeim.

Allt hitt sem þú segir er ýmistupplogið eða spuni.

Ragnhildur Kolka, 3.10.2017 kl. 16:11

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

„Mestu máli skipt­ir að hann stofnaði þarna fé­lag, hann duldi til­vist þess, taldi fram með röng­um hætti og svo þegar hann var tek­inn í ból­inu þá var allt sett á fullt að skila inn nýj­um skatt­fram­töl­um. Þannig er það bara,“ 

Haft eftir Ásmundi G. Vilhjálmssyni adjúnkt við HÍ og sérfræðingi í skattarétti, á mbl. is.  

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2017/10/03/sigmundur_david_var_tekinn_i_bolinu/

Á kannski bara að kæra Morgunblaðið líka? Og Ásmund? Og Indriða H.?

Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 16:15

19 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

En hvað segir þú Páll Vilhjálmsson um þá gjörð Sigmundar að selja konu sinni sinn hlut í félaginu fyrir 1 dollar daginn áður en íslensk lög kröfðu hann um hagsmunaskráningu? 

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.10.2017 kl. 16:57

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

mbl.is í dag :

"Sig­mund­ur Davíð „var tek­inn í ból­inu“"

Og þar segir m.a.

„Mestu máli skipt­ir að hann stofnaði þarna fé­lag, hann duldi til­vist þess, taldi fram með röng­um hætti og svo þegar hann var tek­inn í ból­inu þá var allt sett á fullt að skila inn nýj­um skatt­fram­töl­um. Þannig er það bara,“"

og eins segir:

„

Ásmund­ur tel­ur harla ólík­legt að Sig­mund­ur og Anna Sig­ur­laug hefðu óskað eft­ir leiðrétt­ingu á skatt­fram­töl­um sín­um nema vegna þess að upp komst um til­vist fé­lags­ins á Bresku Jóm­frúreyj­un­um.

„Hann hefði aldrei farið að óska eft­ir endurákvörðun á op­in­ber­um gjöld­um ef þetta hefði ekki legið fyr­ir. Hon­um er eig­in­lega ýtt fram af bjarg­inu. Þetta er auðvitað forkast­an­legt af manni í hans stöðu,“ seg­ir Ásmund­ur."

og einnig segir:

„„Í þessu máli er deilt um skatt­lagn­ingu þeirra hjóna Sig­mund­ar og konu hans, vegna eign­ar­halds á fé­lagi á Bresku Jóm­frúareyj­un­um. Um er að ræða lág­skatta­svæði sem þýðir að skatt­arn­ir eru tölu­vert lægri en hér á landi. Þeir sem stofna fyr­ir­tæki í slík­um ríkj­um eru vænt­an­lega að gera það til þess að kom­ast hjá því að borga jafn háa skatta og eru við líði í þeirra heimalandi.“"

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.10.2017 kl. 17:11

21 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það er auðvitað alrangt hjá þér Skeggi að þau hjónin hafi dulið tilvist félagsins þar sem skattayfirvöldum var fullkunnugt um það í gegnum framtöl þeirra hjóna.  Að upplýsa einhverja aðra bar þeim enga skyldu til.  Það kemur fram í mati yfirskattanefndar að þau hafi ekki þurft að skila inn nýjum skattframtölum þannig að þú ert bara með útúrsnúninga.  En mætti ég spyrja þig Skeggi ert þú nokkað að reyna að dylja það að þú sért í raun og veru Össur nokkur Skarphéðinsson, eða er það algerlega úr lausu lofti gripið?  Altént dylur þú þig á bak við mynd af látnum manni, nánar tiltekið af hinu fræga tónskáldi Jóhannesi nokkrum Brahms.  Hvers á tónskáldið eiginlega að gjalda að vera misnotað í þeim aumkunarverða tilgangi að fela ásjónu þína sem þú virðis telja að þoli ekki dagsljósið?

Daníel Sigurðsson, 3.10.2017 kl. 17:35

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skattskil eru í raun aukaatriði málsins. Aðalatriði þess er sú staðreynd að í ljós kom að á meðan forsætisráðherra var að véla um uppgjör við kröfuhafa bankanna deildi hann hjónasæng sinni með einum þeirra.

Svo hefði síðuhöfundur ásamt öðrum sem tjá sig hér að ofan, mjög gott af því að lesa úrskúrð yfirskattanefndar fyrst og fjalla um þær staðreyndir sem þar koma fram frekar en að slengja fram getgátum um gildisdómum sme enga snertingu hafa við raunveruleikann. Í úrskurðinum kemur fram að beiðni um endurákvörðun barst ekki frá þeim hjónum fyrr en eftir að komist hafði upp um málið og verið fjallað um það í fjölmiðlum. Niðurstaða þeirrar endurákvörðunar var sú að breyta álagningunni og hækka álaga skatta afturvirkt, vegna þess að þeir höfðu verið vangreiddir. Á móti kemur að þeim var heimilað að telja fram gengistap vegna styrkingar krónunnar á móti álögðum sköttum. Uppsafnað gengistap geta þau því nýtt eftirleiðis til frádráttar en það breytir því þó ekki að fram að þessu höfðu þau greitt minni skatt en þeim var skylt samkvæmt lögum.

Þó svo að skattskil hafi ekki verið aðalatriði málsins í byrjun heldur vanhæfi, þá hefur núna komið í ljós að ekki var heldur allt í felldu með skattskilin. Það hefði hugsanlega aldrei komið í ljós nema einmitt vegna þess að þau fóru fram á endurákvörðun og kærðu synjun um nýtingu gengistaps til yfirskattanefndar. Þannig má segja að nú hafi þau hjónin sjálf gert skattskil að ákveðnu höfuðatriði í málinu, þó svo að þau hafi ekki verið það í upphafi. Að þykjast svo ætla að höfða mál gegn þeim fjölmiðlum sem greina frá því sem kemur fram í úrskurðinum er út í hött en þó er það þeirra réttur og verði þeim að góðu að láta reyna á þann rétt.

Hér má nálgast úrskurð yfirskattanefndar til aflestrar:

https://yskn.is/urskurdir/skoda-urskurd/?nr=5843

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2017 kl. 18:04

23 Smámynd: Skeggi Skaftason

Daníel Sigurðsson skrifar: "að kemur fram í mati yfirskattanefndar að þau hafi ekki þurft að skila inn nýjum skattframtölum"

Daníel, ég er búinn að lesa úrskurðinn og finn hvergi þetta. Geturðu sagt okur nákvæmlega til hvers þú vísar?

Ég túllka þvert á móti úrskurðinn þannig að RÉTT hafi verið af þeim hjónum að skila inn leiðréttum framtölum. M.ö.o. fyrri framtöl voru EKKI RÉTT

Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 18:22

24 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrri skattskil voru ekki í samræmi við lög.

Enda hefði annars ekki þurft að endurákvarða neitt.

Þetta kemur fram í úrskurðinum.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2017 kl. 18:26

25 Smámynd: Skeggi Skaftason

Daníel skrifar enn fremur:

"skattayfirvöldum var fullkunnugt um það í gegnum framtöl þeirra hjóna. "

Veistu það fyrir víst? Hefurðu séð framtölin? Hefur ekki komið fram að eignir og tekjur Wintris hafi verið taldar fram eins og um einka-eignir Önnu Sigurlaugar hafi verið að ræða?

"Að upplýsa einhverja aðra bar þeim enga skyldu til."

FJÖLMARGIR eru á þeirri skoðun að sem forsætisráðherra hefði Sigmundur átt að upplýsa ÞJÓÐINA um þessa HAGSMUNI sína. (Sumir Íslendingar telja þetta vissulega ekki skipta máli, þar sem þeir skilja ekki hugtakið hagsmunaárekstur.)

Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 18:26

26 Smámynd: Valur Arnarson

Guðmundur Ásgeirsson,

Gerir þú engan greinarmun á vogunarsjóðum, þ.e. félög sem keyptu kröfur í bönkunum eftir hrun og venjulegum kröfuhöfum sem geymdu peninga sína í bönkunum fyrir hrun, og töpuðu á hruninu ?

Það er nefnilega mikill munur á þessu tvennu. Þeir fyrrnefndu gengu fram með gróðarsjónarmið gegn þeim harmleik sem hafði átt sér stað, en þeir síðarnefndu ekki.

Sigmundur vann síður en svo með kröfuhöfum í framgöngu sinni, og þarf engin að halda því fram.

Um úrskurðinn hef ég þetta að segja. Þú ert ekki einn um að hafa lesið hann, eins og þú vilt láta í veðri vaka. Það hafa fleiri gert. Þú segir að skattskil séu í raun aukaatriði málsins, en gerir þau svo að aðalatriði í athugasemd þinni. Allt sem þú segir um skattskilin hefur í raun verið hrakið hér og á fleiri stöðum:

Sigmundur og Anna báðu um endurákvörðun á þessum tímapunkti vegna þess að þau lágu undir ámælum um skattsvik. Ef þú hefðir hlustað á Indriða á Rás 2 í morgun, þá kom fram í hans máli að fólk geti óskað eftir að láta endurákvarða skatta aftur í tímann og ekkert óeðlilegt sé við það.

Þú gerir mikið úr því í athugasemd þinni að þau hefðu greitt minni skatta en þeim var skylt samkvæmt lögum. Meira en sjálfur skatturinn, sem leit ekki alvarlegra á málið en svo að fara ekki í refsimál gegn þeim hjónum. Og aftur skal vitnað í Indriða þegar hann segir að í þeim tilfellum þegar ástæður geti verið kunnáttuleysi, upplýsingaskortur eða mismunandi skoðanir á því hvað sé gildandi réttur fari skattayfirvöld yfirleitt mjög varlega og láti skattaðilann njóta vafans.

Það mætti líka skilja málflutning þinn þannig að Anna Sigurlaug, hefði vantalið einhverjar stórkostlegar upphæðir - en svo er ekki. Ef þú lest úrskurðinn - sem þú gortar þig af því hér að hafa gert - þá sérð þú að skuld félagsins við Önnnu Sigurlaugu var rúmur milljarður árið 2010, en eitthvað lægri næstu ár.

Sé þetta skoðað í samhengi við það sem kom fram í Viðskiptablaðinu um fjármál þeirra hjóna árið 2012, þar sem fram kom að Anna Sigurlaug hefði greitt 19 milljónir í auðlegðarskatt, þá passar það vel við þann rúma milljarð sem þau hjónin eiga í hreinni eign. Ekkert stórkostlegt misræmi er hér á milli. Hér er svo umfjöllun Viðskiptablaðsins:

Umfjöllun Viðskiptablaðsins

Til eru dómafordæmi um að ef einhver er borin sökum, sem hann er ekki sekur um samkvæmt refsiréttinum, þá hafi það verið dæmt sem meiðyrði.

Valur Arnarson, 3.10.2017 kl. 18:45

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Össur þjófstelur hér mynd af Jóhannesi Brahms, því elskaða tónskáldi. Þetta eru frekleg rangindi, þótt hitt sé skiljanlegt, að hann vilji fela nafn sitt og mynd. En gat hann þá ekki leitað uppi mynd af skoffíni? Hvers á Brahms að gjalda? spyr ég með Daníel.

Össur segir Sigmundi hafa borið skylda til að gera skattframtal sitt kunnugt alþjóð. Gerði Össur það sjálfur?

Og mikilvæg aukaspurning: Hafði Össur (þáverandi ráðherra) aðgang að innherjaupplýsingum frá BYR sem gerðu honum fært að selja stoffjárbréf sín með milljónatuga gróða, á meðan flestir aðrir stofnfjáreigendur töpuðu öllum sínum hlut við hrun bankans/sparisjóðsins?

Jón Valur Jensson, 3.10.2017 kl. 18:49

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Myndaniðurstaða fyrir skoffín

Er skoffínið skeggjað?

Jón Valur Jensson, 3.10.2017 kl. 18:53

29 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Valur Arnarson.

Hæfisreglur stjórnsýslulaga gera engan greinarmun á því af hvaða ástæðum einhver er vanhæfur. Ef hann er vanhæfur þá er han einfaldlega vanhæfur. Þetta eru nefninlega formreglur en ekki efnisreglur.

Það var ekki ég sem gerði mikið úr skattahlið málsins, í þeim skrifum sem eftir mig liggja um þetta hef ég þvert á móti bent á að það sé aukaatriði en aðalatriði lúti að vanhæfinu. Sá sem er núna að gera mikið úr skattahlið málsins er Sigmundur sjálfur með skrifum sínum í Fréttablaðið.

Hvergi í ofangreindri athugasemd minni hélt ég því fram að neinar stórar fjárhæðir hefðu verið vantaldar fram til skatts, enda hef ég engar forsendur til þess því þær fjárhæðir koma ekki fram í úrskurðinum. Aftur á móti kemur þar fram að eftir að upp komst um málið og fjallað var um það í fjölmiðlum hafi þau hjónin óskað eftir endurákvörðun skatta, sem hafi leitt til þess að skattstofn hafi verið hækkaður. Hversu mikið hann var hækkaður kemur ekki en fram en af þessu má þó ráða að í það minnsta einhverjar fjárhæðir hafi verið vantaldar fram til skatts, hvort sem þær voru háar eða lágar. Annars hefði ekki þurft að endurákvarða neitt.

Höldum okkur við staðreyndir og forðumst hæpnar fullyrðingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2017 kl. 19:05

30 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

P.S. Ég var hvergi að "gorta mig" af því að hafa lesið úrskurðinn, hef ekki einu sinni lesið hann í heild heldur aðeins þann hluta sem máli skiptir. Það eina sem ég gerði var að hvetja fólk til að lesa úrskurðinn áður en það kýsa að tjá sig um efni hans, sem ég tel vera góða siðvenju.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2017 kl. 19:10

31 Smámynd: Valur Arnarson

Guðmundur Ásgeirsson,

Hvar stendur í hæfisreglunum að stjórnmálamenn megi ekki eiga konur sem eigi peninga á erlendum bankareikningum ? Nefnilega hvergi.

"Hvergi í ofangreindri athugasemd minni hélt ég því fram að neinar stórar fjárhæðir hefðu verið vantaldar fram til skatts, enda hef ég engar forsendur til þess því þær fjárhæðir koma ekki fram í úrskurðinum."

Þetta er rangt, í úrskurðinum kemur eftirfarandi fram:

"Í framlögðum ársreikningum væri skuld félagsins í lok hvers árs færð miðað við greiðslugetu félagsins, þ.e. jöfn eignum þess. Hefði skuldastaðan numið 1.146.151.068 kr. í upphafi árs 2010 en numið lægri fjárhæðum síðan. Skýrðist það annars vegar af tapi á starfseminni og hins vegar af endurgreiðslum lánsfjár til A. Eigið fé félagsins hefði ekkert verið, enda hefðu eignir og skuldir numið sömu fjárhæðum."

Þessi milljarður rímar einmitt vel við umfjöllun Viðskiptablaðsins frá árinu 2012. Já, við skulum halda okkur við staðreyndir. Þetta er ein þeirra.

Valur Arnarson, 3.10.2017 kl. 19:12

32 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Skeggi, í úrskurði  yfirskattanefndar segir orðrétt (m.a.):   “...eru ekki efni til annars en að fallast á kröfu kærenda um að fella niur hinar kærðu breytingar ríkisskattstjóra.“ Í framhaldinu er svo rakin lækkun á tekjuskatts- og útsvarstofni og fallist á yfirfæranlegt tap.

Úrskurðarorð yfirskattanefndar eru eftirfarandi:  “Hinar kærður breytingar ríkisskattstjóra eru felldar niður. Málskostnaður til greislu úr ríkissjóði ákvarðast 500.000 kr.“

Já, málskostnaðinn fellur á ríkissjóð, vitaskuld!

Framar í úrskurðinum þar sem málið er rakið kemur fram að ríkistjóður þarf að endurgreiða umtalsverða ofgreidda skatta.  Það kemur hins vegar ekki (glöggt) fram hversu mikið skattstofn til tekjuskatts og útsvars var hækkaður eitthvert eða einvher árin.  Annars er varla hægt að skilja annað á úrskurðarorðunum en að í heildina hafi heildarskattar lækkað. Aðalatriðið er þó það að engin álgning, viðurlög, hvað þá refsigjald er lagt á framteljendur enda engin lög né reglur brotnar.

Daníel Sigurðsson, 3.10.2017 kl. 19:56

33 Smámynd: Skeggi Skaftason

Daníel - í síðasta kommenti þínu ertu aðeins að tala um þau atriði sem yfirskattanefnd dæmdi SDG í vil, eftir að SDG og Anna Sigurlaug kærðu sum atriði í úrskurði ríkisskattstjóra.

Það sem er forvitnilegra (og SDG hefur þagað um) er hver voru áhrif úrskurðar ríkisskattstjóra, eftir að SDG og frú sendu inn leiðréttu framtölin, samanborið við skattana sem reiknaðir höfðu verið á grundvelli röngu framtalanna.

Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 22:25

34 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Nei, Skeggi, þú þarft að taka betur  eftir, áður en þú segir að ég sé aðeins að tala um þau atriði sem yfirskattanefnd dæmdi SDG í vil. Því ég minnist líka á hitt atriðið þegar ég segi:  “Það kemur hins vegar ekki (glöggt) fram hversu mikið skattstofn til tekjuskatts og útsvars var hækkaður eitthvert eða einvher árin.“

Daníel Sigurðsson, 3.10.2017 kl. 23:26

35 Smámynd: Skeggi Skaftason

Afsakaðu Daníel. Mikið rétt. ÉG myndi sjálfur segja að þetta komi alls ekki fram, ekkert að vera að segja að þetta komi "ekki (glöggt) fram".

Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 23:38

36 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Valur Árnason.

"Hvar stendur í hæfisreglunum að stjórnmálamenn megi ekki eiga konur sem eigi peninga á erlendum bankareikningum ? Nefnilega hvergi."

Annaðhvort þekkir þú ekki hæfisreglur eða þetta er útúrsnúningur. Enginn verður endilega vanhæfur þó makinn eigi peninga erlendis. Ef sá maki á aftur á móti hagsmuna að gæta af máli sem embættismaður hefur til meðferðar, er til dæmis kröfuhafi í fyrirtæki sem verið er að ganga frá einhverskonar uppgjöri við, þá getur það aftur á móti leitt til vanhæfis. Það þýðir ekki heldur að sá aðili megi ekki eiga þann maka, heldur að ef aðstæður skapast þar sem viðkomandi er vanhæfur til meðferðar máls ber honum einfaldlega að víkja sæti við meðferð á því máli og ber skylda til að gæta að því sjálfur. Þetta er alls ekkert flókið.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2017 kl. 23:50

37 Smámynd: Valur Arnarson

Miðað við orðafjöldann sem þú notaðir í athugasemdina þá virðist þetta nú bara vera nokkuð flókið og engu líkara en þú hafir samið regluna sjálfur.

Valur Arnarson, 3.10.2017 kl. 23:59

38 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samið hana sjálfur? Nei Alþingi festi þetta í lög.

37/1993: Stjórnsýslulög | Lög | Alþingi

3. gr. Vanhæfisástæður.
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:
    1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.
    2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
    ...4. gr. Áhrif vanhæfis.
Sá sem er vanhæfur til meðferðar máls má ekki taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn þess. Honum er þó heimilt að gera þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til að halda máli í réttu horfi á meðan staðgengill er ekki til staðar.

- Í greinargerð með frumvarpi til stjórnsýslulaga kemur fram að þau feli í sér lögfestingu á tilteknum meginreglum íslenskra laga á sviði stjórnsýsluréttar sem m.a. hafa verið mótaðar í dómaframkvæmd.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2017 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband