Sunnudagur, 1. október 2017
Lýðræðishallinn í Evrópusambandinu
Katalónar vilja kjósa um sjálfstæði frá Spáni. Katalónska er viðurkennt tungumál og Katalónar eru þjóð á líkan hátt og Skotar, sem fengu að kjósa um sambandsslit við England - þar sem sjálfstæði var hafnað.
Spænska konungsríkið er ekki nema 500 ára og var haldið saman með ofbeldi Franco-stjórnarinnar stóran hluta síðustu aldar.
Ríkisstjórnin í Madrid meinar Katalónum þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim rökum að fullveldi spænska ríkisins gangi framar hagsmunum þjóða innan ríkisins. Rökin eru sótt til fyrirkomulags sem ráðandi öfl í Evrópu komu sér saman um í Vestfalíu-friðnum 1648.
Evrópusambandið styður ríkisstjórnina í Madrid gegn lýðræðiskröfu Katalóna. Ráðandi öfl í Brussel eru stóru ríkin - og Spánn er eitt þeirra.
Katalónska sjálfstæðisbaráttan sýnir svart á hvítu lýðræðishalla Evrópusambandsins. Leiðtogar stóru ríkjanna, t.d. Macron í Frakklandi, boða stærra og miðstýrðara ESB en láta sér fátt um finnast þegar þjóðir inna aðildarríkjanna sækjast eftir sjálfstæði.
Valdaelítan í Evrópusambandinu lítur á sjálfstæði þjóða sem ógn.
Leggja hald á kjörkassa í Katalóníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.