Laugardagur, 30. september 2017
Kosningarnar: 2 flokka stjórn eða óreiða
Sjálfstæðisflokkurinn eða Vinstri grænir munu leiða næstu ríkisstjórn þessara tveggja flokka. Annars mun ríkja pólitísk óreiða. Um þetta snúast kosningarnar.
Sjálfstæðisflokkurinn á inni fylgi og gæti jafnað eða tekið framúr Vinstri grænum sem keppast við að segja sem minnst til að fæla ekki frá stuðninginn.
Á meðan meginþema kosningabaráttunnar er valið milli stöðugleika eða óreiðu mun Sjálfstæðisflokkurinn sækja í sig veðrið.
Vinstri grænir sækjast eftir umboði kjósenda að starfa með Sjálfstæðisflokknum. Á meðan himinn og haf skilur á milli fylgis þeirra og annarra vinstriflokka er Katrín formaður með skýrt umboð að mynda tveggja flokka stjórn með móðurflokknum.
Eina framboðið sem getur skekkt þessa mynd er Miðflokkur Sigmundar Davíðs. Fái hann fylgi umfram dvergframboðin getur fyrrum forsætisráðherra orðið þriðja hjólið undir vagni Bjarna og Katrínar.
Myndu ekki ná mönnum inn á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mánuður er langur tími í pólítík. Ef flokkur Sigmundar eykur fylgi sitt og fær 5 menn inn á þess að fylgið færi af Framsókn, væri þá BDM stjórn hugsanleg? Eða eru framsóknarmenn gömlu og nýju ósættanlegir. Í öllu falli yrði það naumur meirhluti. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér DV-ríkisstjórn, þessir tveir flokkar eru eins og svart og hvítt og eiga ekkert sameiginlegt nema viljann til að komast til valda.
Aztec, 30.9.2017 kl. 10:50
VG, Samfylking og Píratar með 35 þingmenn og traustan meirihluta. Við fáum hér alvöru vinstri stjórn sem sópar kapítalismanum, einkavinavæðingunni og barnaníðingum sjálfstæðisflokksins á haf út.
Óskar, 30.9.2017 kl. 19:18
Óskar, fylgi flokkanna á eftir að breytast. Meirihluti þjóðarinnar vill ekki svokallaða vinstri stjórn, sem gefur skít í alþýðu landsins.
Aztec, 30.9.2017 kl. 22:23
Aztek þú manst greinilega ekki hvaða stjórn kom okkur útúr kreppunni. Kom verðbólgunni úr 20% í 2% , atvinnuleysinu úr 10% í 3% og kom fjárlagahallanum úr 200 milljörðum í 0 !
Óskar, 1.10.2017 kl. 03:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.