Föstudagur, 29. september 2017
Framsókn í sögulegu samhengi
Fyrri heimsstyrjöld var núningur.
Móðuharðindin voru éljagangur.
Svarta dauða má líkja við kvefpest.
Einokunin þótti skortur á vöruúrvali.
Kommúnisminn er saumaklúbbur.
Og staða Framsóknarflokksins er ,,óheppileg".
Segir eftirsjá að Gunnari Braga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og Wintris er ekki aflandsfélag ;-)
Wilhelm Emilsson, 29.9.2017 kl. 20:28
Lærðirðu þetta í gær? Okkar menn þurfa alltaf að vera að leiðrétta mr.W.E.
Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2017 kl. 02:51
Sem betur fer hefur þú frelsi til að trúa því að aflandsfélag sé ekki aflandsfélag, ef þú vilt, Helga.
Wilhelm Emilsson, 30.9.2017 kl. 04:39
Peningarnir voru geymdir í Luxemburg og skattar af þeim borgaðir að fullu á Íslandi. Hver er glæpurinn?
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2017 kl. 06:51
Aflandsfélag þarf ekki að vera glæpur, Gunnar.
Wilhelm Emilsson, 30.9.2017 kl. 07:02
Hver er glæpurinn Wilhelm?
Af hverju eru íslensk dómsvöld ekki búin að fletta ofan af glæpnum? Hefur ekki verið reynt að framvísa gögnum sem sanna meintan glæp? Hver er árangurinn? Er þetta eitt alsherjar samsæri WE?
Þeir sem liggja á gögnum um meintan glæp eru síst skárri en meintur glæpamaður. Verri eru þó hælbítar sem stöðugt klifa á meintum ávirðingum án þess að hafa nokkurt til síns máls, nema Gróusögur. Verstir eru brunnmígar, sem koma óþverra frá sjálfum sér á aðra.
Benedikt V. Warén, 30.9.2017 kl. 15:19
Hæ, Benedikt. "Brunnmigar." Ha ha ha. Frábært orð. En eins og þú sérð þá sagði ég að það að eiga aflandsfélag þurfi ekki að vera glæpur.
Wilhelm Emilsson, 3.10.2017 kl. 05:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.