Vinstriflokkarnir og eftirlætismálið

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir bjó til stjórnlagaráð að semja stjórnarskrá. Ráðið hafði ekkert umboð frá almenningi, aðeins fyrstu hreinu ríkisstjórn lýðveldisins.

Við búum við stjórnarskrá sem virkar. Ný stjórnarskrá myndi ekki bæta lífskjörin, ekki bæta stjórnmaálamenninguna, ekki auka mannréttindi, ekki gera okkur hamingjusamari. En ný stjórnarskrá myndi skapa óvissu um útfærslu á nýrri stjórnskipan.

Og ný stjórnarskrá ylli vinstriflokkunum töluverðum vanda. Þeir yrðu að finna nýtt eftirlætismál. Áður en stjórnarskráin varð aðalamálið ríghéldu vinstriflokkarnir í ESB-aðild Íslands og mjólkuðu það til atkvæðaveiða í fjölda ára.


mbl.is Meirihluti vill nýja stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú fleiprar hér eins og smánuð kona , Páll.  Hvað gerðu vinstri flokkarnir þér annað en æskja eftir aðild að ESB?  Ég veit ekki betur en Bjarni Ben og Illugi vinur hans ásamt mörgum fleiri þungavigtarmönnum í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki hafi verið Evropusinnaðir þangað til það hentaði ekki lengur flokkseigendum viðkomandi flokka. Að standa gegn lýðræðisumbótum vegna aðkomu eins flokks einhverntíma í fortíðinni er galin afstaða.  Hver borgar fyrir svona bull?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.9.2017 kl. 15:00

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Fyrirgefðu Páll, en var þetta ekki eitt af HELSTU baráttumálum Framsóknarflokksins, og leiðtoga þíns hans Sigmundar Davíðs, í kosningunum 2009??

Skeggi Skaftason, 28.9.2017 kl. 15:57

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

jú minnti mig ekki

Hugmyndir Framsóknarflokksins

Á flokksþingi Framsóknarflokksins 19. janúar 2009 var samþykkt að efna skyldi til stjórnlagaþings.[4] Í framhaldi af því gaf flokkurinn út yfirlýsingu 29. janúar 2009 þar sem greint var frá því að skilyrði þess að flokkurinn styddi minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna væri að flokkarnir tveir féllust á hugmyndir Framsóknarflokksins um að efnt yrði til stjórnlagaþings.

 

héðan: https://is.wikipedia.org/wiki/Stj%C3%B3rnlaga%C3%BEing#Hugmyndir_Frams.C3.B3knarflokksins

Skeggi Skaftason, 28.9.2017 kl. 16:01

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skeggi Skaptason. Þú fer heldur frjálslega með staðreyndir. Stjórnlagaþing var ekki "eitt af helstu baráttumálum Framsóknar".

Framsókn setti það sem skilyrði til stuðnings við bráðabirgðarstjorn Ingibjargar Solrúnar að efnt yrði til stjórnlagaþings í stað þess að rjúka í að breyta stjornarskrá með handafli, eins og stóð til, svo greiða mætti fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Þetta var semsagt gert til að stöðva gönuhlaupin.

Lestu þessa frett frá 2009, hún sýnir þér hvað stóð til og hvers vegna þetta stjórnarskrármál kom upp.

http://www.visir.is/g/200938564492/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2017 kl. 16:14

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það hentaði ekki almenningi að borga ólögvarðar kröfur nefndar Isave.

Er ekki foringi þinn Skeggi,Jón Baldvin löngu búinn að viðurkenna að aðild Íslands í ESB.gerir aðeins ógagn.

Helga Kristjánsdóttir, 28.9.2017 kl. 16:19

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú akilur væntanlega að áætlun um stjornarskrárbreytingar komu í upphafi frá Samfylkingunni í þeim tilgangi einum að greiða götuna inn í Evrópusambandið.

Þá var jafnvel talað um hraðferð inn í sambandið a 6-8 mánuðum. Plan Ingibjargar Solrúnarvar að nýta sér upplausn og örvæntingu í kjölfar hrunsins til að koma votu, draumi Samfylkingar um Evrópusambands aðild í gegn. Þetta atti að gera með að troða inn ákvæði um sem leyfði nauðsynlegar breytingar. Hun ætlaði svo að,sjá um breytingarnar. 

Aðferðin var að setja inn bráðabirgðarákvæði um að hægt vöri að breyta stjónarskra án aðkomu tveggja þinga en setja breytingar í þjóðaratkvæði í staðinn.

Hljómar þetta kunnuglega?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2017 kl. 16:26

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Steinar: flokksþing Framsóknar sem ályktaði um Stjórnlagaþing var 19. janúar 2009.

Sú frétt sem þú bendir á, um hugmyndir 80-daga minnihlutastjórnarinnar að gera breytingu á stjórnarskrá varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur er frá 4. febrúar 2009.

Svo tillaga xB var síður en svo eitthvert andsvar við hugmyndum um minniháttar breytingu á stjórnarskrá til að gefa þjóðaratkvæðagreiðslum meira lögformlegt vægi.

Skeggi Skaftason, 28.9.2017 kl. 16:29

8 Smámynd: Egill Vondi

Nýja eftirlætismálið yrði augljóslega að "stórauka" flóttamannastrauminn - þau eru þegar byrjuð að velta sér upp úr því.

Ef ég man rétt er ákvæði í nýju stjórnarskránni að það megi ekki svipta menn ríkisborgararétti. Aukinheldur er auðséð að þeir muni beita tilfinningapólitík til þess að koma í veg fyrir að þessu ákvæði verði breytt.

Nú er ætlunin að flytja inn fullt af nýjum flóttamönnum, leggja niður Útlendingastofnun og gefa þessu fólki atkvæðisrétt, til að framleiða atkvæði vinstriflokkum til handa. Allt til þess að bylta samfélaginu - eða "fundamentally change Iceland" eins og Obama myndi hafa sagt.

Þvínæst verður aðalmálið hversu vondir rasista nazista fasistar innfæddir Íslendingar eru, og hversu illa komin vesalings aðkomufólkið er, til þess að búa til skömmustupólitík, alveg eins og er í BNA.

Egill Vondi, 29.9.2017 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband