Fimmtudagur, 28. september 2017
Fjöldi þingmála og gott stjórnarfar
Mörg þingmál eru til óþurftar. Þau skekkja og brjála heilbrigða stjórnsýslu, líkt og síðasti þingdagur 147. löggjafarþingsins sýndi svart á hvítu.
Stjórnarfar á gæta að allherjarreglu, vera réttlátt og endurspegla þjóðarvilja.
En þjóðarviljinn er brotinn og ósamstæður. Þess vegna verða ein tólf framboð til þings þann 28. október. Raunverulegir pólitískir valkostir eru kannski þrír eða fjórir og þyrfti ekki fleiri flokka en samsvarar þeim. Hitt er froða.
Fjöldi mála fellur niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll!
Gætir þú ekki verið sammála mér um kosti þess að taka upp franska KOSNINGAKERFIÐ hér á landi og gefa íslendingum kost á því að geta kosið sér pólitískan forseta (hæfasta einstakling samfélagsins) á Bessastsaði sem að myndi helga líf sitt því að stýra landinu í þágu almennings á hverjum degi og axla raunverulega ábyrgð á sinni þjóð?
Frekar en að vera með 60 manns að rífast inni á alþingi og 12 flokka sem að geta ekki komið sér saman um neitt?
Jón Þórhallsson, 28.9.2017 kl. 11:14
Jón, er hæfasti Frakkinn í stól forseta í því annars ágæta landi?
Gunnar Heiðarsson, 28.9.2017 kl. 12:28
Þar eru allar ábyrgðarlínur væntanlega skýrari frá A-Ö
heldur í flokka-flækjunni sem að er alltaf hér á landi og allir alltaf óánægðir.
Jón Þórhallsson, 28.9.2017 kl. 13:13
Svona mörg framboð munu líka valda misræmi ef þau ná öll 5% fylgi. Því kosningalögin gera ekki ráð fyrir nema 5-6 flokkum. Kjördæmaskipunin og fjöldi uppbótarþingsæta miðast við það. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu en fjórflokkurinn þumbast við að breyta nokkru varðandi þessa ójafnræðislegu kjördæmaskipan. Það er kominn tími til að breyta þessu og fleiru í þessu bútasaumsplaggi, sem stjórnarskráin frá 1944, er.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.9.2017 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.