Norska yfirstéttin hafnar ESB (loksins)

Norska þjóðin hafnaði aðild að Evrópusambandinu í tvennum þjóðaratkæðagreiðslum, 1972 og 1994. Yfirstéttin í Noregi var aftur hlynnt aðild, sem og ýmsir hópar sérfræðinga er töldu sínum hagsmunum betur borgið í ESB.

Þingmenn á Stórþinginu voru úr takti við norsku þjóðina á meðan meirihluti þingheims var hlynntur aðild. Þingmenn eru oftar en ekki nánari ráðandi öflum en almenningi.

En eftir síðustu þingkosningar er traustur þingmeirihluti andsnúinn aðild. Ekki að það skipti máli - norska þjóðin er afgerandi á móti - en það er heilnæmara lýðræðinu að þjóðþingið endurspegli þjóðarvilja í jafn stóru máli og hér um ræðir.


mbl.is Meirihluti þingmanna vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hafa ekki tveir stærstu flokkar landsins verið með það á sinni stefnuskrá að sækja að ESB???????????

Úr stefnu-yfilýsingum fyrir síðustu kosningar: 

Verka­manna­flokk­ur­inn (Arbei­derpartiet) hef­ur haft mest fylgi norskra stjórn­mála­flokka frá ár­inu 1927. Stefna flokks­ins bygg­ir á jafnaðar­stefn­unni og er hann hlynnt­ur því að Nor­eg­ur gangi í Evr­ópu­sam­bandið. 

Hægri­flokk­ur­inn (Høyre) hef­ur yf­ir­leitt verið hinn turn­inn í norsk­um stjórn­mál­um á móti Verka­manna­flokkn­um. Flokk­ur­inn er fyrst og fremst hefðbund­inn íhalds­flokk­ur. Hann er hlynnt­ur inn­göngu Nor­egs í Evr­ópu­sam­bandið. 

Jón Þórhallsson, 27.9.2017 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband