Þriðjudagur, 26. september 2017
Trump bíður eftir fyrsta skotinu
Trump kann pólitík, annars væri hann ekki forseti. Hann bíður eftir að taugar stjórnvalda í Norður-Kóreu og að þau hleypi af fyrsta skotinu.
Í bandarískri sögu er það alltaf vondi kallinn sem skýtur fyrst. Suðurríkin hleyptu af fyrsta skotinu sem gaf Norðurríkjunum kærkomið tækifæri að sýna vígtennurnar. Sama minnið er í ótal vestrum. Hetjan byrjar ekki ofbeldið, heldur bregst við óréttlætinu.
Trump býst við að Norður-Kóreumenn bíti á agnið hvað úr hverju. Þess vegna er hann að atast í íþróttamönnum sem hylla ekki bandaríska fánann. Á ófriðartímum eru það landráð.
Trump þarf stríð og kommúnistarnir skaffa það.
Kjöraðstæður fyrir hættulegan misskilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver er ábyrgð framkv.stj.SAMEINUÐUÞJÓÐANNA?
Ætti hann ekki að vera "PABBINN" sem að tekur eldspýturnar af óvitanum
ÁÐUR en að í óefni er komið? Y/N?
Jón Þórhallsson, 26.9.2017 kl. 15:36
Þessi dauðans alvara minnir jú á Roy Roger,meðan undirmeðvitundin skynjar að skammbyssan er orðin langdræg.
Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2017 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.