Þriðjudagur, 26. september 2017
Tveir straumar íslenskra stjórnmála: hrunið og Trump/Brexit
Hrunið og eftirmál þess eru annar meginstraumur hérlendra stjórnmála í bráðum tíu ár. Með Brexit-kosningunum og sigri Donald Trump, báðir atburðir urðu í fyrra, kom nýr meginstraumur inn í íslensk stjórnmál.
Eftirmál hrunsins voru uppgjör við fjármálakerfi sem fór fram úr sér í spillingu og lögleysu annars vegar og hins vegar reikningsskil við þá sjálfsmynd þjóðarinnar sem kenna má við útrás.
Brexit/Trump er andóf gegn alþjóðavæðingu vesturlanda. Á Íslandi birtist alþjóðavæðingin í ESB-umsókn Samfylkingar.
Stjórnmálaflokkar á Fróni kunna misvel sundtökin í meginstraumum samtímans. En það er ekki tilviljun að Samfylkingin er sokkin til botns, að Vinstri grænir fljóta og Sjálfstæðisflokkurinn sé sterkastur flokka.
Sameiginlegt Vg og XD er að báðir flokkarnir byggja á löngum hefðum og í færum að móta trúverðug svör, hvor flokkur á sínum kanti stjórnmálanna.
Föst skot á milli forystumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.