Píratar og Samfylking gegn lýðveldinu, Vinstri grænir ekki

Eftir hrun var alþingi dregið niður í svaðið, forsetaembættið beið hnekki en stjórnarskráin hélt velli þótt hart væri að henni sótt.

Stjórnarskráin geymir og verndar stjórnskipun landsins. Ef farið er að hringla með hana er fokið í flest skjól. Hún er síðasta vörnin gegn upplausnaröflunum.

Píratar og Samfylking vildu nota síðustu daga alþingis, sem er án umboðs eftir þingrof, til að brjóta undan stjórnarskránni.

Vinstri grænir tóku ekki þátt í þeim ljóta leik. Takk fyrir það.


mbl.is „Hótaði að taka þingið í gíslingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú sparar ekki gífuryrðin þegar þú kallar það "að brjóta undan stjórnarskránni" að leggja til að áfram verði hægt að breyta henni með auknum meirihluta og samþykki meirihluta kjósenda, án þingrofs.

Með þessu gengisfellirðu orðin sem þú notar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2017 kl. 16:07

2 Smámynd: Elle_

Ofsalýsingar frá Pírötum í fréttinni. Gengisfelling á orðum. Og orð sem komu ekki á óvart frá þeim. Verið væri að ógna lífi barna og þar fram eftir götunum. 

Elle_, 26.9.2017 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband